Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 18:56 Bailey veiktist alvarlega í taugaeitursárásinni í Salisbury 4. mars. Vísir/AFP Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara fyrir rúmum tveimur vikum hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur. Nick Bailey, aðstoðarvarðstjóri, varð fyrir eitrinu sem var notað á Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk. Skripal vann fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var handtekinn fyrir gagnnjósnir fyrir Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Lögreglumaðurinn segir að aðstæðurnar sem hann lenti í hafi verið algerlega óraunverulegar og hann eigi engin orð til að lýsa því hvernig honum liði í yfirlýsingu í dag. Viðurkenndi Bailey að „venjulegt líf verður líklega aldrei eins fyrir mig“. Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, raki 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi vegna árásarinnar og hvatti fleiri ríki til að fara að fordæmi hennar í dag. Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni. Breska ríkisrútvarpið BBC segir að ekki sé vitað að hversu miklu leyti eitrið hafi skert vitsmunalega getu þeirra. Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara fyrir rúmum tveimur vikum hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur. Nick Bailey, aðstoðarvarðstjóri, varð fyrir eitrinu sem var notað á Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk. Skripal vann fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var handtekinn fyrir gagnnjósnir fyrir Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Lögreglumaðurinn segir að aðstæðurnar sem hann lenti í hafi verið algerlega óraunverulegar og hann eigi engin orð til að lýsa því hvernig honum liði í yfirlýsingu í dag. Viðurkenndi Bailey að „venjulegt líf verður líklega aldrei eins fyrir mig“. Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, raki 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi vegna árásarinnar og hvatti fleiri ríki til að fara að fordæmi hennar í dag. Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni. Breska ríkisrútvarpið BBC segir að ekki sé vitað að hversu miklu leyti eitrið hafi skert vitsmunalega getu þeirra.
Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00
Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37