Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 17:59 Repúblikaninn Mike Conaway stýrði rannsókn nefndarinnar sem nú hefur verið lokið. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00