Segja ummæli Boris viðurstyggð Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. mars 2018 18:45 „Enginn hefur rétt á að móðga rússnesku þjóðina sem sigraði nasista,“ sagði Alexander Yakovenko sendiherra Rússlands í Bretlandi, á blaðamannafundi í dag. Hann, líkt og aðrir rússneskir embættismenn, er æfur yfir ummælum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, þess efnis að heimsmeistaramót í knattspyrnu karla minnti á Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936. Ummæli Johnson falla vegna ásakana breskra stjórnvalda í garð Rússa þess efnis að þeir beri ábyrgð á taugaeitursárásinni gegn Sergei og Yuliu Skripal í Salisbury fyrr í mánuðinum. Þau liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi.Fleiri háttsettir embættismenn tóku í sama streng og Rússneski sendiherrann. „Þetta er viðurstyggileg og ólíðandi athugasemd sem sæmir ekki embætti utanríkisráðherra,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, Rússlandsforseta við rússneska blaðamenn í dag. Þá mætti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, til Brussel í dag til að hvetja Evrópska kollega sína til að reka Rússneska njósnara úr ríkjum Evrópusambandsins en Bretar hafa þegar rekið 23 rússneska njósnara úr landi. „Það sem við erum að horfa upp á er hluti af mynstri rússneskrar íhlutunar gegn Evrópu,“ sagði May við blaðamenn í Brussel. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
„Enginn hefur rétt á að móðga rússnesku þjóðina sem sigraði nasista,“ sagði Alexander Yakovenko sendiherra Rússlands í Bretlandi, á blaðamannafundi í dag. Hann, líkt og aðrir rússneskir embættismenn, er æfur yfir ummælum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, þess efnis að heimsmeistaramót í knattspyrnu karla minnti á Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936. Ummæli Johnson falla vegna ásakana breskra stjórnvalda í garð Rússa þess efnis að þeir beri ábyrgð á taugaeitursárásinni gegn Sergei og Yuliu Skripal í Salisbury fyrr í mánuðinum. Þau liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi.Fleiri háttsettir embættismenn tóku í sama streng og Rússneski sendiherrann. „Þetta er viðurstyggileg og ólíðandi athugasemd sem sæmir ekki embætti utanríkisráðherra,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, Rússlandsforseta við rússneska blaðamenn í dag. Þá mætti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, til Brussel í dag til að hvetja Evrópska kollega sína til að reka Rússneska njósnara úr ríkjum Evrópusambandsins en Bretar hafa þegar rekið 23 rússneska njósnara úr landi. „Það sem við erum að horfa upp á er hluti af mynstri rússneskrar íhlutunar gegn Evrópu,“ sagði May við blaðamenn í Brussel.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30
Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37