Ekkert liggur fyrir um hvort eða hvaða ráðamenn fara til Rússlands í sumar Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2018 13:30 Líklegt verður að teljast að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og Lilja Dögg íþróttamálaráðherra hafi ætlað sér á HM í sumar, en ekkert liggur fyrir um það innan ráðuneytisins hvort, hverjir eða hversu margir eru að fara. Hvað þá hvað þetta mun kosta. Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar. Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjá meira
Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar.
Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjá meira
„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46
Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00