Ekkert liggur fyrir um hvort eða hvaða ráðamenn fara til Rússlands í sumar Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2018 13:30 Líklegt verður að teljast að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og Lilja Dögg íþróttamálaráðherra hafi ætlað sér á HM í sumar, en ekkert liggur fyrir um það innan ráðuneytisins hvort, hverjir eða hversu margir eru að fara. Hvað þá hvað þetta mun kosta. Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar. Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar.
Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46
Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00