Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 22:15 Hlynur Bæringsson hefur verið frábær í einvíginu til þessa Vísir/Andri Marinó ÍR marði þriggja stiga sigur á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla í körfubolta. Eftir hrikalega spennandi loka mínútur þar sem allt var í járnum náðu ÍR-ingar að sigla 67-64 sigri og fara því með 2-1 forystu í einvíginu í Garðabæinn í fjórða leik. Stjarnan byrjaði leikinn betur og átti fyrsta stigið. Matthías Orri Sigurðarson svaraði því með þristi og kom heimamönnum yfir. Hins vegar gerði Hlynur Bæringsson slíkt hið sama og Stjarnan var með forystuna út fyrsta leikhlutann. Staðan var 14-17 þegar 1. leikhluta var lokið og voru bæði lið að spila þokkalegan varnarleik, eins og við var að búast, en skotin voru ekki að detta. Danero Thomas byrjaði annan leikhluta á því að jafna fyrir ÍR og eftir það varð mikil barátta næstu mínútur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Um miðjan fjórðunginn stigu ÍR-ingar þó aðeins fram úr. Þá fór margt að detta með þeim á meðan Stjörnumenn voru aðeins mistækir. ÍR náði þó aldrei að hrista Stjörnumenn af sér og var það ekki fyrr en á loka mínútu fyrri hálfleiks að Matthías Orri kom ÍR í níu stiga forystu 36-27 og þannig stóðu leikar þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn komu sofandi út í seinni hálfleikinn og var Stjarnan búin að minnka muninn í tvö stig á rúmri mínútu. Eftir það var lítð sem skildi liðin að og þau skiptust á að hafa forystuna. Það kviknaði hins vegar eitthvað ljós í ÍR-ingum í byrjun fjórða og síðasta fjórðungsins og þeir komust í 12 stiga forystu þegar 6 mínútur voru eftir, mesta forskotið sem hafði verið í leiknum. Stuttu eftir það fékk Hákon Örn Hjálmarsson sína fimmtu villu og þurfti að setjast á bekkinn. Eftir fylgdu bæði fyrirliðinn Sveinbjörn Classen og leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson. ÍR var því án þriggja mikilvægra leikmanna síðustu mínúturnar. Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú stig þegar 40 sekúndur voru eftir en nær komust þeir ekki, þriggja stiga sigur ÍR staðreynd.Afhverju vann ÍR? Það er ótrúlega mikið af litlum hlutum sem hefðu getað skipt úrslitum í svona leikjum. ÍR-ingar voru búnir að vera með yfirhöndina megin partinn í þremur af fjórum leikhlutum svo það má segja að þeir hafi átt sigurinn skilið. Það er hins vegar ekki mikið hægt að finna að leik Stjörnunnar og þetta var bara gríðarlegur baráttuleikur þar sem tvær körfur til eða frá hefðu getað breytt úrslitunum.Hverjir stóðu upp úr? Mikill liðsbragur var á leik ÍR og erfitt að velja einhvern sem var áberandi framúrskarandi. Ryan Taylor var mjög atkvæðamikill að vanda og þá átti Danero Thomas fínan leik. Hjá Stjörnunni er Hlynur Bæringsson á öðru plani og er frábær. Að því sögðu átti Róbert Sigurðsson þó mjög góðan leik hér í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið eru í stökustu vandræðum með að hitta almennilega úr skotunum sínum og hafa verið alla þessa seríu. Þetta eru frábær varnarlið en það er engin tilviljun að stigaskorið fer ekki yfir 70 í síðustu tveimur leikjum, liðin eru ekki að hitta skotunum sínum.Hvað gerist næst? Leikur 4 er í Garðabænum á sunnudaginn. Þá verða heimamenn að vinna ef þeir ætla að halda sér á lífi, bókstaflega, því ÍR sigrar einvígið ef Breiðhyltingar vinna þann leik.Borche Ilievski.vísir/andri marinóBorche: Notaði sundtæknina til að komast í stöðu og fór óvart í Hlyn „Ég er mjög ánægður, úrvinda, þreyttur, en að minnsta kosti náðum við að vinna þennan leik,“ saðgi Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur. Ég bjóst við að seinni hálfleikurinn yrði auðveldari en fyrstu mínúturnar í þriðja leikhluta vorum við of rólegir, jafnvel þrátt fyrir að ég hafi varað strákana við því í hálfleik að leikurinn væri ekki búinn.“ „Þeir komu til baka í leiknum og komust yfir. Í lokin fór sem fór. Við misstum marga út af, Matti er mjög mikilvægur í skipulaginu en hann fékk fimm villur eins og Svenni og Hákon. Ég var því án fyrsta og annars leikstjórnanda og það var erfitt að klára þennan leik.“ Dómararnir voru mjög virkir á flautunum í kvöld og dæmdu mikið af tæknivillum, þar af eina á Sveinbjörn rétt eftir að hann hafði brotið af sér, sem varð til þess að hann var rekinn út af. „Ég hef ekkert út á dómarana að setja, ég þarf að kvarta yfir fyrirliðanum mínum. Hann er sá sem á að halda ró sinni. Tæknivillan var verðskulduð.“ Ryan Taylor braut á Hlyni Bæringssyni í fyrsta leikhluta og fékk dæmda óíþróttamannslega villu sem bæði Hlynur og Hrafn voru mjög ósáttir með. „Ég held að hann hafi verið að nota sundtæknina til þess að ná betri stöðu og óvart farið í hann með olnboganum. Við erum íþróttamenn, við reynum að spila heiðarlega, eftir leikinn þurfum við að gleyma öllu.“ „Ryan er ekki karakter sem reynir að meiða einhvern viljandi. Þetta er tækni sem miðherjar nota sem við köllum sundtækni þar sem þeir komast í betri stöðu. Ég þarf að horfa betur á þetta því ég sjá þetta ekki. Dómarinn sagði við mig að hann hefði ekki séð þetta heldur.“ Sóknarleikurinn hefur ekki verið góður hjá ÍR undan farið og var Borche sammála því að það væri vandamál í liði hans sem hann hefði áhyggjur af. „Við þurfum mikið meira flot í sóknarleikinn hjá okkur, en þetta er úrslitakeppnin og þá er varnarleikurinn í aðalhlutverki. Ég vildi að við værum að skora meira en við erum bara að hitta illa sem hefur verið vandamál hjá okkur í vetur. Þetta snýr meira að einbeitingu og hugarfari og við reynum að bæta úr því í næsta leik.“ „Það er ekkert búið, þetta er bara annað skrefið. Þrátt fyrir að við séum mjög nálægt þessu erum við enn langt frá því á sama tíma,“ sagði Borche Ilievski.Hrafn Kristjánsson.Vísir/Andri MarinóHrafn: Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var virkilega ósáttur út í dómara leiksins. Hann vildi fá Taylor rekinn út úr húsi fyrir að slá viljandi í höfuðið á Hlyn. „Það er svakalega leiðinlegt að verða vitni af því sem gerðist hér í fyrri hálfleik. Við erum með þrjá virkilega færa dómara sem eru vel staðsettir og stjórn FIBA að horfa bara á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyn,“ sagði Hrafn eftir leikinn. „Það er dæmt frá dómaranum sem stendur lengst frá. Ef hann sá þetta þá veit ég ekki afhverju það var ásetningur en ekki út úr húsi.“ „Fyrir mér er högg í haus eða andlit út úr húsi og því miður þá hefði það átt að vera svoleiðis núna.“ Það var mjög mikið dæmt í þessum leik og þá sérstaklega var óvenju mikið af tæknivillum, enda hiti í mönnum. „Það er kannski bara eðlilegt miðað við hitann sem var í fólki. Þegar að fólk missir svona dóm, þegar það er vísvitandi verið að reyna að meiða leikmann úti á gólfinu, þá er eðlilegt að fólk missi stjórn á sér.“ „Það sprakk svosem í andlitið á okkur að missa stjórn á okkur og við þurfum aðeins að passa það.“ Hvað hafði Hrafn annars að segja um leikinn? „Eins og við var að búast, fullt af actioni og mikið að gerast. Tvö lið að berjast fyrir lífi sínu og ég er svakalega stoltur af strákunum mínum, þeir koma alltaf til baka einhvern veginn,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Hlynur Bæringsson.Vísir/Andri MarinóHlynur: Var kýldur niður „Ég verð frekar að spyrja þig, þú ert líklega búin að sjá það aftur,“ sagði Hlynur aðspurður hvað honum fyndist um atvikið eftir leik. „Þeir segja að þetta hafi litið mjög illa út, ég var bara kýldur, sleginn niður.“ „Það þarf svolítið að taka á því og mér fannst öll atburðarásin eftir það líka bara mjög slæm. Viðmót og allt, mér fannst það mjög slæmt.“ Stjörnubekkurinn fékk dæmda á sig tæknivillu eftir mótmæli, en Taylor fékk óíþróttamannslega villu fyrir brotið. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá Taylor vikið úr húsi fyrir brotið. „Við fengum tæknivillu eftir þetta, á bekkinn, en hún var samt eiginlega á mig. Það var bara tekið upp eitthvað „show.““ „Ef þetta er viljandi, sem ég veit ekkert um og ég ætla ekkert að segja til um það núna, þá snýst það um að vera góður dómari og bregðast almennilega við því. Það er mjög erfitt og ég skil það alveg.“ „Ég var reiður og fékk tæknivilluna, en ég blótaði þessu ekkert eða var neitt dónalegur við þá,“ sagði Hlynur Bæringsson.Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/Andri MarinóMatthías: Köllum þetta óheppni „Við vorum búnir að mynda okkur ágætis forskot en vorum ekki að framkvæma sóknarleikinn nógu vel. Varnarlega vorum við að gefa þeim of mörg stig, en þetta hafðist sem er mikilvægt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson eftir leikinn. Matthías fékk fimmtu villu sína í fjórða leikhluta og þurfti að horfa á síðustu mínúturnar af hliðarlínunni. „Þetta er partur af íþróttinni, það gerist stundum að maður er óheppin. Þessi fimmta villa var, ja köllum þetta bara óheppni, ég ætla ekki að segja neitt meira en það. En ég reyndi bara að styðja mína menn af bekknum og ég hafði fulla trú á því að þeir myndu klára þetta.“ „Við verðum að fara að ná að halda í þessa forystu sem við erum að ná okkur í. Þurfum að finna einhverjar leiðir til þess að halda sóknarleiknum áfram þegar þeir fara að berja svona á okkur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson. Dominos-deild karla
ÍR marði þriggja stiga sigur á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla í körfubolta. Eftir hrikalega spennandi loka mínútur þar sem allt var í járnum náðu ÍR-ingar að sigla 67-64 sigri og fara því með 2-1 forystu í einvíginu í Garðabæinn í fjórða leik. Stjarnan byrjaði leikinn betur og átti fyrsta stigið. Matthías Orri Sigurðarson svaraði því með þristi og kom heimamönnum yfir. Hins vegar gerði Hlynur Bæringsson slíkt hið sama og Stjarnan var með forystuna út fyrsta leikhlutann. Staðan var 14-17 þegar 1. leikhluta var lokið og voru bæði lið að spila þokkalegan varnarleik, eins og við var að búast, en skotin voru ekki að detta. Danero Thomas byrjaði annan leikhluta á því að jafna fyrir ÍR og eftir það varð mikil barátta næstu mínútur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Um miðjan fjórðunginn stigu ÍR-ingar þó aðeins fram úr. Þá fór margt að detta með þeim á meðan Stjörnumenn voru aðeins mistækir. ÍR náði þó aldrei að hrista Stjörnumenn af sér og var það ekki fyrr en á loka mínútu fyrri hálfleiks að Matthías Orri kom ÍR í níu stiga forystu 36-27 og þannig stóðu leikar þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn komu sofandi út í seinni hálfleikinn og var Stjarnan búin að minnka muninn í tvö stig á rúmri mínútu. Eftir það var lítð sem skildi liðin að og þau skiptust á að hafa forystuna. Það kviknaði hins vegar eitthvað ljós í ÍR-ingum í byrjun fjórða og síðasta fjórðungsins og þeir komust í 12 stiga forystu þegar 6 mínútur voru eftir, mesta forskotið sem hafði verið í leiknum. Stuttu eftir það fékk Hákon Örn Hjálmarsson sína fimmtu villu og þurfti að setjast á bekkinn. Eftir fylgdu bæði fyrirliðinn Sveinbjörn Classen og leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson. ÍR var því án þriggja mikilvægra leikmanna síðustu mínúturnar. Stjarnan náði að minnka muninn í þrjú stig þegar 40 sekúndur voru eftir en nær komust þeir ekki, þriggja stiga sigur ÍR staðreynd.Afhverju vann ÍR? Það er ótrúlega mikið af litlum hlutum sem hefðu getað skipt úrslitum í svona leikjum. ÍR-ingar voru búnir að vera með yfirhöndina megin partinn í þremur af fjórum leikhlutum svo það má segja að þeir hafi átt sigurinn skilið. Það er hins vegar ekki mikið hægt að finna að leik Stjörnunnar og þetta var bara gríðarlegur baráttuleikur þar sem tvær körfur til eða frá hefðu getað breytt úrslitunum.Hverjir stóðu upp úr? Mikill liðsbragur var á leik ÍR og erfitt að velja einhvern sem var áberandi framúrskarandi. Ryan Taylor var mjög atkvæðamikill að vanda og þá átti Danero Thomas fínan leik. Hjá Stjörnunni er Hlynur Bæringsson á öðru plani og er frábær. Að því sögðu átti Róbert Sigurðsson þó mjög góðan leik hér í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið eru í stökustu vandræðum með að hitta almennilega úr skotunum sínum og hafa verið alla þessa seríu. Þetta eru frábær varnarlið en það er engin tilviljun að stigaskorið fer ekki yfir 70 í síðustu tveimur leikjum, liðin eru ekki að hitta skotunum sínum.Hvað gerist næst? Leikur 4 er í Garðabænum á sunnudaginn. Þá verða heimamenn að vinna ef þeir ætla að halda sér á lífi, bókstaflega, því ÍR sigrar einvígið ef Breiðhyltingar vinna þann leik.Borche Ilievski.vísir/andri marinóBorche: Notaði sundtæknina til að komast í stöðu og fór óvart í Hlyn „Ég er mjög ánægður, úrvinda, þreyttur, en að minnsta kosti náðum við að vinna þennan leik,“ saðgi Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur. Ég bjóst við að seinni hálfleikurinn yrði auðveldari en fyrstu mínúturnar í þriðja leikhluta vorum við of rólegir, jafnvel þrátt fyrir að ég hafi varað strákana við því í hálfleik að leikurinn væri ekki búinn.“ „Þeir komu til baka í leiknum og komust yfir. Í lokin fór sem fór. Við misstum marga út af, Matti er mjög mikilvægur í skipulaginu en hann fékk fimm villur eins og Svenni og Hákon. Ég var því án fyrsta og annars leikstjórnanda og það var erfitt að klára þennan leik.“ Dómararnir voru mjög virkir á flautunum í kvöld og dæmdu mikið af tæknivillum, þar af eina á Sveinbjörn rétt eftir að hann hafði brotið af sér, sem varð til þess að hann var rekinn út af. „Ég hef ekkert út á dómarana að setja, ég þarf að kvarta yfir fyrirliðanum mínum. Hann er sá sem á að halda ró sinni. Tæknivillan var verðskulduð.“ Ryan Taylor braut á Hlyni Bæringssyni í fyrsta leikhluta og fékk dæmda óíþróttamannslega villu sem bæði Hlynur og Hrafn voru mjög ósáttir með. „Ég held að hann hafi verið að nota sundtæknina til þess að ná betri stöðu og óvart farið í hann með olnboganum. Við erum íþróttamenn, við reynum að spila heiðarlega, eftir leikinn þurfum við að gleyma öllu.“ „Ryan er ekki karakter sem reynir að meiða einhvern viljandi. Þetta er tækni sem miðherjar nota sem við köllum sundtækni þar sem þeir komast í betri stöðu. Ég þarf að horfa betur á þetta því ég sjá þetta ekki. Dómarinn sagði við mig að hann hefði ekki séð þetta heldur.“ Sóknarleikurinn hefur ekki verið góður hjá ÍR undan farið og var Borche sammála því að það væri vandamál í liði hans sem hann hefði áhyggjur af. „Við þurfum mikið meira flot í sóknarleikinn hjá okkur, en þetta er úrslitakeppnin og þá er varnarleikurinn í aðalhlutverki. Ég vildi að við værum að skora meira en við erum bara að hitta illa sem hefur verið vandamál hjá okkur í vetur. Þetta snýr meira að einbeitingu og hugarfari og við reynum að bæta úr því í næsta leik.“ „Það er ekkert búið, þetta er bara annað skrefið. Þrátt fyrir að við séum mjög nálægt þessu erum við enn langt frá því á sama tíma,“ sagði Borche Ilievski.Hrafn Kristjánsson.Vísir/Andri MarinóHrafn: Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var virkilega ósáttur út í dómara leiksins. Hann vildi fá Taylor rekinn út úr húsi fyrir að slá viljandi í höfuðið á Hlyn. „Það er svakalega leiðinlegt að verða vitni af því sem gerðist hér í fyrri hálfleik. Við erum með þrjá virkilega færa dómara sem eru vel staðsettir og stjórn FIBA að horfa bara á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyn,“ sagði Hrafn eftir leikinn. „Það er dæmt frá dómaranum sem stendur lengst frá. Ef hann sá þetta þá veit ég ekki afhverju það var ásetningur en ekki út úr húsi.“ „Fyrir mér er högg í haus eða andlit út úr húsi og því miður þá hefði það átt að vera svoleiðis núna.“ Það var mjög mikið dæmt í þessum leik og þá sérstaklega var óvenju mikið af tæknivillum, enda hiti í mönnum. „Það er kannski bara eðlilegt miðað við hitann sem var í fólki. Þegar að fólk missir svona dóm, þegar það er vísvitandi verið að reyna að meiða leikmann úti á gólfinu, þá er eðlilegt að fólk missi stjórn á sér.“ „Það sprakk svosem í andlitið á okkur að missa stjórn á okkur og við þurfum aðeins að passa það.“ Hvað hafði Hrafn annars að segja um leikinn? „Eins og við var að búast, fullt af actioni og mikið að gerast. Tvö lið að berjast fyrir lífi sínu og ég er svakalega stoltur af strákunum mínum, þeir koma alltaf til baka einhvern veginn,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Hlynur Bæringsson.Vísir/Andri MarinóHlynur: Var kýldur niður „Ég verð frekar að spyrja þig, þú ert líklega búin að sjá það aftur,“ sagði Hlynur aðspurður hvað honum fyndist um atvikið eftir leik. „Þeir segja að þetta hafi litið mjög illa út, ég var bara kýldur, sleginn niður.“ „Það þarf svolítið að taka á því og mér fannst öll atburðarásin eftir það líka bara mjög slæm. Viðmót og allt, mér fannst það mjög slæmt.“ Stjörnubekkurinn fékk dæmda á sig tæknivillu eftir mótmæli, en Taylor fékk óíþróttamannslega villu fyrir brotið. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá Taylor vikið úr húsi fyrir brotið. „Við fengum tæknivillu eftir þetta, á bekkinn, en hún var samt eiginlega á mig. Það var bara tekið upp eitthvað „show.““ „Ef þetta er viljandi, sem ég veit ekkert um og ég ætla ekkert að segja til um það núna, þá snýst það um að vera góður dómari og bregðast almennilega við því. Það er mjög erfitt og ég skil það alveg.“ „Ég var reiður og fékk tæknivilluna, en ég blótaði þessu ekkert eða var neitt dónalegur við þá,“ sagði Hlynur Bæringsson.Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/Andri MarinóMatthías: Köllum þetta óheppni „Við vorum búnir að mynda okkur ágætis forskot en vorum ekki að framkvæma sóknarleikinn nógu vel. Varnarlega vorum við að gefa þeim of mörg stig, en þetta hafðist sem er mikilvægt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson eftir leikinn. Matthías fékk fimmtu villu sína í fjórða leikhluta og þurfti að horfa á síðustu mínúturnar af hliðarlínunni. „Þetta er partur af íþróttinni, það gerist stundum að maður er óheppin. Þessi fimmta villa var, ja köllum þetta bara óheppni, ég ætla ekki að segja neitt meira en það. En ég reyndi bara að styðja mína menn af bekknum og ég hafði fulla trú á því að þeir myndu klára þetta.“ „Við verðum að fara að ná að halda í þessa forystu sem við erum að ná okkur í. Þurfum að finna einhverjar leiðir til þess að halda sóknarleiknum áfram þegar þeir fara að berja svona á okkur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti