Aldrei að ýkja Þorvaldur Gylfason skrifar 22. mars 2018 07:41 Vinur minn einn, hátt settur, mikils metinn, víðförull og þaulreyndur embættismaður, sagði við mig yfir kvöldverði: Það má ekki ýkja spillinguna á Íslandi. Það má ekki bera spillinguna hér saman við Afríku þar sem menn eru drepnir í stórum stíl. Slík skot geiga. Ég tók athugasemdina ekki til mín. Ég hef alltaf reynt að virða reglu Gandís: Aldrei að ýkja, þess þarf ekki. Samtal okkar vinanna fer hér á eftir, við stiklum á stóru.Er Ísland of lítið?NN: Vandinn hér er ekki spilling, heldur fólksfæð. Við erum einfaldlega of fá.ÞG: Ekki endilega. Fólksfæðin þarf ekki að vera vandamál. Reynslan utan úr heimi virðist sýna að lítil, þ.e. fámenn lönd eru yfirleitt óspilltari en stærri og fjölmennari lönd. Spillingin í Indlandi, Indónesíu, Kína og Rússlandi – 40% mannkyns búa í þessum fjórum löndum! – stafar ekki af fólksfæð þar, öðru nær. Í litlum löndum þar sem allir vita allt um alla er auðveldara að halda spillingu í skefjum en í stórum löndum þar sem menn geta skýlt sér bak við fjarlægðina og fjöldann.NN: Já, en sjáðu t.d. Hæstarétt þar sem einn dómari gnæfir yfir aðra. Í stærri löndum geta einstakir menn ekki náð slíkri stöðu því þar eru fleiri um hituna.ÞG: Nú jæja? Má ég minna á Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna 1953-1969? – sem hafði verið varaforsetaframbjóðandi repúblikana 1948. Hann þótti njóta slíkrar virðingar að honum væri bezt treystandi til að stýra nefndinni sem var skipuð til að rannsaka morðið á Kennedy forseta í Dallas 1963. Skýrslan reyndist röng í grundvallaratriðum. Bandaríkjaþing hafnaði henni 1978 og lýsti því yfir að Kennedy hefði líklega verið fórnarlamb samsæris svo sem flestir Bandaríkjamenn hafa talið trúlegast frá öndverðu þvert á niðurstöðu Warren-nefndarinnar. Og taktu Pútín Rússlandsforseta sem stefnir á 24ra ára samfellda setu á valdastóli án þess að blikna. Og sjáðu Xi Jinping sem fékk þingið í Beijing til að breyta stjórnarskránni svo hann getið setið á forsetastóli til æviloka. Ekki er fámenninu um að kenna þar austur frá.Spilling grefur undan lýðræðiNN: Nei, en aðalatriðið er að spillingin hér heima er ekki stórvægileg og ekki heldur illkynja eins og víða í Afríku og Rússlandi þar sem blaðamenn og stjórnarandstæðingar eru drepnir í hrönnum. Okkar spilling er miklu vægari, hér er enginn drepinn, heldur eru menn í versta falli frystir úti …ÞG: … Þú átt kannski við „andrúmsloft dauðans“ eins og Morgunblaðið lýsti því 24. júní 2006? …NN: … og auðvitað bitnar t.d. klíkuskapur í mannaráðningum, mismunun í úthlutun aflaheimilda, einkavinavæðing, sjálftaka o.fl. á saklausu fólki og landinu öllu.ÞG: Segðu. Nápotið er ekkert grín.NN: Enda hefur ríkið oftar en einu sinni verið dæmt til að greiða fórnarlömbum skaðabætur vegna spilltra embættaveitinga í dómskerfinu og kallað m.a. yfir sig hirtingu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu hvað eftir annað – og fordæmingu kjósenda skv. könnunum Gallups og MMR. En enginn var drepinn.ÞG: Rétt. En eigum við þá að þegja um spillinguna hér heima úr því að hún kostar minna hér en í Afríku, Rússlandi og Kína? Eigum við ekki heldur að ræða opinskátt um afturförina sem er smám saman að birtast umheiminum og okkur sjálfum í erlendum skýrslum sem sýna að spilling á Íslandi mælist mun meiri en annars staðar um Norðurlönd og vitna um lýðræði sem hefur látið undan síga og mælist nú einnig veikara hér en annars staðar á Norðurlöndum? Nei, við verðum að ræða málið opinskátt frekar en í hálfum hljóðum. Annars getum við varla endurheimt stöðu okkar við hlið annarra Norðurlanda. Ef við þegjum eykst hættan á að við höldum áfram að dragast aftur úr.Fyrirmynd annarra landa?NN: Ísland er í grundvallaratriðum gott land þótt margt megi betur fara. Við þurfum að horfa áfram veginn.ÞG: Já, vissulega, en hrunið afhjúpaði djúpar sprungur. Og Panama-skjölin, maður lifandi. Og …NN: Auðvitað var það gersamlega galin hugmynd að Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra landa í bankarekstri eins og sumir sögðu fram að hruni. Til þess erum við of fá. Og það er jafngalið að hugsa sér að íslenzkir dómstólar geti með réttu orðið öðrum löndum fyrirmynd með því að dæma alla þessa bankamenn í fangelsi. Hvaðan skyldu 340.000 hræðum norður í hafi koma slíkir yfirburðir umfram önnur lönd? Í lögfræði!ÞG: Þú meinar.Tveir þriðju hlutar viðmælenda Gallups vantreysta dómskerfinu skv. glænýrri könnun. NN: En maturinn hér er góður. Peking-önd í Reykjavík. Á Rauðarárstígnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Vinur minn einn, hátt settur, mikils metinn, víðförull og þaulreyndur embættismaður, sagði við mig yfir kvöldverði: Það má ekki ýkja spillinguna á Íslandi. Það má ekki bera spillinguna hér saman við Afríku þar sem menn eru drepnir í stórum stíl. Slík skot geiga. Ég tók athugasemdina ekki til mín. Ég hef alltaf reynt að virða reglu Gandís: Aldrei að ýkja, þess þarf ekki. Samtal okkar vinanna fer hér á eftir, við stiklum á stóru.Er Ísland of lítið?NN: Vandinn hér er ekki spilling, heldur fólksfæð. Við erum einfaldlega of fá.ÞG: Ekki endilega. Fólksfæðin þarf ekki að vera vandamál. Reynslan utan úr heimi virðist sýna að lítil, þ.e. fámenn lönd eru yfirleitt óspilltari en stærri og fjölmennari lönd. Spillingin í Indlandi, Indónesíu, Kína og Rússlandi – 40% mannkyns búa í þessum fjórum löndum! – stafar ekki af fólksfæð þar, öðru nær. Í litlum löndum þar sem allir vita allt um alla er auðveldara að halda spillingu í skefjum en í stórum löndum þar sem menn geta skýlt sér bak við fjarlægðina og fjöldann.NN: Já, en sjáðu t.d. Hæstarétt þar sem einn dómari gnæfir yfir aðra. Í stærri löndum geta einstakir menn ekki náð slíkri stöðu því þar eru fleiri um hituna.ÞG: Nú jæja? Má ég minna á Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna 1953-1969? – sem hafði verið varaforsetaframbjóðandi repúblikana 1948. Hann þótti njóta slíkrar virðingar að honum væri bezt treystandi til að stýra nefndinni sem var skipuð til að rannsaka morðið á Kennedy forseta í Dallas 1963. Skýrslan reyndist röng í grundvallaratriðum. Bandaríkjaþing hafnaði henni 1978 og lýsti því yfir að Kennedy hefði líklega verið fórnarlamb samsæris svo sem flestir Bandaríkjamenn hafa talið trúlegast frá öndverðu þvert á niðurstöðu Warren-nefndarinnar. Og taktu Pútín Rússlandsforseta sem stefnir á 24ra ára samfellda setu á valdastóli án þess að blikna. Og sjáðu Xi Jinping sem fékk þingið í Beijing til að breyta stjórnarskránni svo hann getið setið á forsetastóli til æviloka. Ekki er fámenninu um að kenna þar austur frá.Spilling grefur undan lýðræðiNN: Nei, en aðalatriðið er að spillingin hér heima er ekki stórvægileg og ekki heldur illkynja eins og víða í Afríku og Rússlandi þar sem blaðamenn og stjórnarandstæðingar eru drepnir í hrönnum. Okkar spilling er miklu vægari, hér er enginn drepinn, heldur eru menn í versta falli frystir úti …ÞG: … Þú átt kannski við „andrúmsloft dauðans“ eins og Morgunblaðið lýsti því 24. júní 2006? …NN: … og auðvitað bitnar t.d. klíkuskapur í mannaráðningum, mismunun í úthlutun aflaheimilda, einkavinavæðing, sjálftaka o.fl. á saklausu fólki og landinu öllu.ÞG: Segðu. Nápotið er ekkert grín.NN: Enda hefur ríkið oftar en einu sinni verið dæmt til að greiða fórnarlömbum skaðabætur vegna spilltra embættaveitinga í dómskerfinu og kallað m.a. yfir sig hirtingu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu hvað eftir annað – og fordæmingu kjósenda skv. könnunum Gallups og MMR. En enginn var drepinn.ÞG: Rétt. En eigum við þá að þegja um spillinguna hér heima úr því að hún kostar minna hér en í Afríku, Rússlandi og Kína? Eigum við ekki heldur að ræða opinskátt um afturförina sem er smám saman að birtast umheiminum og okkur sjálfum í erlendum skýrslum sem sýna að spilling á Íslandi mælist mun meiri en annars staðar um Norðurlönd og vitna um lýðræði sem hefur látið undan síga og mælist nú einnig veikara hér en annars staðar á Norðurlöndum? Nei, við verðum að ræða málið opinskátt frekar en í hálfum hljóðum. Annars getum við varla endurheimt stöðu okkar við hlið annarra Norðurlanda. Ef við þegjum eykst hættan á að við höldum áfram að dragast aftur úr.Fyrirmynd annarra landa?NN: Ísland er í grundvallaratriðum gott land þótt margt megi betur fara. Við þurfum að horfa áfram veginn.ÞG: Já, vissulega, en hrunið afhjúpaði djúpar sprungur. Og Panama-skjölin, maður lifandi. Og …NN: Auðvitað var það gersamlega galin hugmynd að Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra landa í bankarekstri eins og sumir sögðu fram að hruni. Til þess erum við of fá. Og það er jafngalið að hugsa sér að íslenzkir dómstólar geti með réttu orðið öðrum löndum fyrirmynd með því að dæma alla þessa bankamenn í fangelsi. Hvaðan skyldu 340.000 hræðum norður í hafi koma slíkir yfirburðir umfram önnur lönd? Í lögfræði!ÞG: Þú meinar.Tveir þriðju hlutar viðmælenda Gallups vantreysta dómskerfinu skv. glænýrri könnun. NN: En maturinn hér er góður. Peking-önd í Reykjavík. Á Rauðarárstígnum!
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun