NBA: LeBron James of góður fyrir besta lið Austurdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 07:30 LeBron James og Kevin Love fagna sigri í nótt. Vísir/Getty LeBron James sýndi enn á ný mátt sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann leiddi vængbrotið lið Cleveland Cavaliers til sigurs á móti efsta liði Austurdeildarinnar. Dwight Howard náði fyrsta 30-30 leiknum síðan 2010 og San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð.LeBron James var með 35 stig og 17 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers endaði níu leikja útileikjasigurgöngu Toronto Raptors með 133-129 sigri. Cleveland liðið var án fimm leikmanna og aðalþjálfarinn er líka frá vegna veikinda. Toronto Raptors er áfram með langbesta árangurinn í Austurdeildinni. Kevin Love skoraði mjög mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin eftir stoðsendingu frá LeBron James og endaði með 23 stig og 12 fráköst en James setti líka niður þrjú vítaskot á lokasekúndum leiksins. „Þetta var góður sigur á móti mjög góðu liði ekki síst vegna þessa hve marga leikmann vantar í okkar lið. Ég þarf hinsvegar ekkert að minna fólk á hvað mín lið geta gert,“ sagði LeBron James. Hann kom alls að 80 stigum liðsins í leiknum sem er það næstmesta hjá honum í einum leik á ferlinum. Metið hans er 81 stig í leik á móti New York Knicks árið 2009. LeBron James tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum þrátt fyrir stoðsendingarnar sautján og Larry Drew, sem stýrir liðinu í veikindum þjálfarans Tyronne Lue, átti varla orð. „Ég hef aldrei séð svona áður. Það er magnað að sjá til hans kvöld eftir kvöld,“ sagði Drew. Það að vera með 35 stig og 17 stoðsendingar án þess að tapa bolta eru tölur sem hafa ekki sést í NBA-deildinni síðan farið var að halda utan um tapaða bolta tímabilið 1977-78. „Það er alltaf einn leikur á tímabilinu sem getur breytt öllu fyrir lið og hann getur komið snemma á tímabilinu og hann getur komið seint. Ég held að þetta gæti verið sá leikur fyrir okkur,“ sagði Larry Drew. LeBron James er með þrennu að meðaltali í síðustu 19 leikjum sínum, er með 30,5 stig, 10,4 fráköst og 10,5 stoðsendingar í leik frá 7. febrúar en hann er líka að hitta úr 55 prósent skota sinna. Mögnuð tölfræði hjá þessum magnaða leikmanni sem eldist eins og úrvals rauðvín.Dwight Howard var með 32 stig og 30 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 111-105 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta er nýtt félagsmet í fráköstum hjá Charlotte Hornets og Howard er fyrsti NBA-leikmaðurinn í átta ár sem nær 30-30 leik. Kemba Walker skoraði 10 af 24 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum.LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og tók 9 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 98-90 sigur á Washington Wizards en þetta var fimmti sigur Spurs liðsins í röð. San Antonio er áfram í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en þegar sigurgangan hófst leit út fyrir að liðið ætlaði að missa af úrslitakeppninni.Anthony Davis var með 28 stig, 13 fráköst og 5 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 96-92 heimasigur á Indiana Pacers en þetta var þriðji sigur Pelíkananna í röð. Robert Covington, J.J. Redick og Dario Saric skoruðu allir fimmtán stig í 119-105 sigri Philadelphia 76ers á Memphis Grizzlies en ungu stjörnurnar Joel Embiid (14 stig) og Ben Simmons (13 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst) voru líka öflugir. Þetta var fjórði sigur Philadelphia 76ers liðsins í röð en liðið er að berjast fyrir heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.DeAndre Jordan var með 25 stig og 22 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 127-120 sigur á Milwaukee Bucks en þjálfarasonurinn Austin Rivers bætti síðan við 22 stigum og Lou Williams var með 19 stig. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo meiddist á ökkla í leiknum og kom ekkert við sögu í seinni hálfleiknum vegna meiðslanna. Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: San Antonio Spurs - Washington Wizards 98-90 Chicago Bulls - Denver Nuggets 102-135 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 120-127 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 96-92 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 105-111 Miami Heat - New York Knicks 119-98 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 132-129 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 119-105 NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Sjá meira
LeBron James sýndi enn á ný mátt sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann leiddi vængbrotið lið Cleveland Cavaliers til sigurs á móti efsta liði Austurdeildarinnar. Dwight Howard náði fyrsta 30-30 leiknum síðan 2010 og San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð.LeBron James var með 35 stig og 17 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers endaði níu leikja útileikjasigurgöngu Toronto Raptors með 133-129 sigri. Cleveland liðið var án fimm leikmanna og aðalþjálfarinn er líka frá vegna veikinda. Toronto Raptors er áfram með langbesta árangurinn í Austurdeildinni. Kevin Love skoraði mjög mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin eftir stoðsendingu frá LeBron James og endaði með 23 stig og 12 fráköst en James setti líka niður þrjú vítaskot á lokasekúndum leiksins. „Þetta var góður sigur á móti mjög góðu liði ekki síst vegna þessa hve marga leikmann vantar í okkar lið. Ég þarf hinsvegar ekkert að minna fólk á hvað mín lið geta gert,“ sagði LeBron James. Hann kom alls að 80 stigum liðsins í leiknum sem er það næstmesta hjá honum í einum leik á ferlinum. Metið hans er 81 stig í leik á móti New York Knicks árið 2009. LeBron James tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum þrátt fyrir stoðsendingarnar sautján og Larry Drew, sem stýrir liðinu í veikindum þjálfarans Tyronne Lue, átti varla orð. „Ég hef aldrei séð svona áður. Það er magnað að sjá til hans kvöld eftir kvöld,“ sagði Drew. Það að vera með 35 stig og 17 stoðsendingar án þess að tapa bolta eru tölur sem hafa ekki sést í NBA-deildinni síðan farið var að halda utan um tapaða bolta tímabilið 1977-78. „Það er alltaf einn leikur á tímabilinu sem getur breytt öllu fyrir lið og hann getur komið snemma á tímabilinu og hann getur komið seint. Ég held að þetta gæti verið sá leikur fyrir okkur,“ sagði Larry Drew. LeBron James er með þrennu að meðaltali í síðustu 19 leikjum sínum, er með 30,5 stig, 10,4 fráköst og 10,5 stoðsendingar í leik frá 7. febrúar en hann er líka að hitta úr 55 prósent skota sinna. Mögnuð tölfræði hjá þessum magnaða leikmanni sem eldist eins og úrvals rauðvín.Dwight Howard var með 32 stig og 30 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 111-105 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta er nýtt félagsmet í fráköstum hjá Charlotte Hornets og Howard er fyrsti NBA-leikmaðurinn í átta ár sem nær 30-30 leik. Kemba Walker skoraði 10 af 24 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum.LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og tók 9 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 98-90 sigur á Washington Wizards en þetta var fimmti sigur Spurs liðsins í röð. San Antonio er áfram í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en þegar sigurgangan hófst leit út fyrir að liðið ætlaði að missa af úrslitakeppninni.Anthony Davis var með 28 stig, 13 fráköst og 5 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 96-92 heimasigur á Indiana Pacers en þetta var þriðji sigur Pelíkananna í röð. Robert Covington, J.J. Redick og Dario Saric skoruðu allir fimmtán stig í 119-105 sigri Philadelphia 76ers á Memphis Grizzlies en ungu stjörnurnar Joel Embiid (14 stig) og Ben Simmons (13 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst) voru líka öflugir. Þetta var fjórði sigur Philadelphia 76ers liðsins í röð en liðið er að berjast fyrir heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.DeAndre Jordan var með 25 stig og 22 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 127-120 sigur á Milwaukee Bucks en þjálfarasonurinn Austin Rivers bætti síðan við 22 stigum og Lou Williams var með 19 stig. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo meiddist á ökkla í leiknum og kom ekkert við sögu í seinni hálfleiknum vegna meiðslanna. Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: San Antonio Spurs - Washington Wizards 98-90 Chicago Bulls - Denver Nuggets 102-135 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 120-127 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 96-92 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 105-111 Miami Heat - New York Knicks 119-98 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 132-129 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 119-105
NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Sjá meira