Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 22:25 Kuczynski var kjörinn forseti árið 2016. Fallist þingið á afsögn hans tekur varaforseti hans við embættinu. Vísir/AFP Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans. Perú Suður-Ameríka Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans.
Perú Suður-Ameríka Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira