Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 18:37 Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. vísir/getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram. Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram.
Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46