Forseti Mjanmar segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 06:06 Aung San Suu Kyi og fráfarandi forsetinn Htin Kyaw, Vísir/epa Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn. Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn.
Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00