Fyrirliði kvaddur Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. mars 2018 07:00 Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun