Biðja leikara The Crown afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2018 16:25 Claire Foy í hlutverki Englandsdrottningar en fyrir aftan hana stendur Matt Smith í hlutverki eiginmanns drottningarinnar. Netflix Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein