Lífið

Jim Carrey málaði Trump og vill málverkið á Smithsonian-safnið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Getty og Jim Carrey
Leikarinn Jim Carrey virðist vera fjölhæfur listamaður ef marka má málverk sem hann hefur málað af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Málverkið nefnist „Þú öskrar, ég öskra. Munum við einhvern tímann hætta að öskra?“ og sýndi Carrey það fyrst á Twitter-síðu sinni.

Málverkið, sem verður að teljast nokkuð ögrandi, sýnir Trump í baðslopp í þann mund að gæða sér á súkkulaðiís.

Í tísti Carrey segir hann að óski eftir því að verkið verði sýnt í Smithsonian-safninu í Washington og verði samþykkt sem opinbert málverk af forsetanum. Málverkið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.