Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 22-23 | Haukar með yfirhöndina eftir framlengingu Einar Sigurvinsson skrifar 9. apríl 2018 21:45 Maria Ines Silva Pereira skoraði átta mörk fyrir Hauka. Vísir/Ernir Haukar komust 2-1 yfir í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í framlengdum leik. Leikurinn fór fram í Valshöllinni og voru lokatölur 23-22, gestunum í vil. Haukar geta því tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í Schenkerhöllinni á fimmtudaginn þegar liðin mætast í fjórða skiptið. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 10-7 fyrir Val. Valskonur byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í 4-1 forystu. Haukar gáfu þó ekkert eftir en vantaði herslumuninn sem þurfti til þess að jafna leikinn, þrátt fyrir þónokkur tækifæri til þess. Hinum megin á vellinum voru Valskonur að fara illa með sínar sóknar og á góðum degi hefðu færi þeirra í fyrri hálfleik tryggt þeim stærra forskot í hálfleik en þrjú mörk. Allt annað var að sjá lið Hauka í síðari hálfleik og komu litu þær út fyrir að mæta töluvert grimmari til leiks en heimakonur. Á 40. mínútu tókst Haukum að jafna leikinn í fyrsta sinn, 12-12. Í kjölfarið tóku Haukar forystuna og um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir komnir tveimur mörkum yfir, 13-15. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum náðu Valskonur jöfnunarmarkinu, 19-19. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum fengu Haukar vítakast. Maria Ines fór á punktinn en Lina Melvik varði vel og tryggði Valskonum framlengingu. Valur byrjaði betur í framlengingunni og leiddu með einu marki að loknum fyrri hálfleik framlengingar. Í síðari hálfleik framlengingar náðu Haukakonur þó að gera það sem þurfti, skoruðu tvö mörk og tryggði sér sigur. Lokatölur 22-23 og Haukar í geta tryggt sér sæti í úrslitum á heimavelli fimmtudaginn 12 apríl, á afmælisdegi Hafnarfjarðarliðsins.Af hverju unnu Haukar leikinn? Þetta var baráttusigur Hauka út í gegn. Varnarleikur liðsins var góður en sóknin var í miklum vandræðum framan af. Þær snéru við blaðinu í síðari hálfleik og unnu að lokum góðan sigur eftir hnífjafnan leik.Hverjar stóðu upp úr? Bæði lið voru að spila öflugan varnaleikan stærstan hluta leiksins. Maria Ines da Silva Pereira var frábær í liði Hauka með átta mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti einnig gríðarlega góðan leik í marki gestanna með 15 varin skot og rúmlega 40 prósenta markvörslu. Anna Úrsula Guðmundsdóttir og Diana Satkauskaite voru atkvæðamestar í liði Vals með 5 mörk. Diana byrjaði leikinn frábærlega en fann sig illa í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að klára uppstilltar sóknir sínar og illa gekk að enda margar þeirra með skoti. Tapaðir boltar voru einnig þó nokkrir hjá báðum liðum.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag fer fjórði leikur liðanna fram í Schenkerhöllinni, heimavelli Hauka. Þar kemur í ljós hvort Haukum takist að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu eða hvort við fáum hreinan úrslitaleik á milli liðanna á laugardaginn. Elías Már: Hungrið er bara geggjað í þessum hópElías Már Halldórsson, þjálfari HaukaVísir/Getty„Ég er bara alveg fáránlega stoltur af stelpunum. Karakterinn í liðinu skein í gegn í dag. Við byrjuðum frekar illa, það var hátt spennustig og svona en við unnum okkur út úr því. Ég er bara rosalega ánægður með það hvernig við náðum að vinna okkur úr vandræðunum sem voru í gangi í byrjun og hvernig við kláruðum leikinn,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka í leikslok. „Öll vinnan sem við erum búin að leggja í þetta, um helgina og síðustu daga, hún skilaði sér í dag. Ég er bara gríðarlega stoltur af liðinu. Ég er með ungt lið og þetta eru frábærar stelpur. Þær eru þvílíkt að vaxa og eru búnar að gera það í allan vetur.“ Haukar voru í vandræðum með að klára sóknir sínar í fyrri hálfleik en allt annað var að sjá liðið í síðari hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum hafði gestunum tekist að vinna upp þriggja marka forystuna og náði liðið í kjölfarið tveggja marka forskoti. „Ég er nú bara þannig gerður að ég gefst aldrei upp. Ég tók nokkur vel valin orð á nokkra leikmenn. Við náðum að kveikja neistann og hungrið er bara geggjað í þessum hóp. Það skiptir engu máli þó við séum að missa leikmenn í meiðsli, næsta kemur bara inn. Það er karaktereinkenni fyrir góð lið og góða hópa.“ „Ég er bara mjög ánægður en við þurfum að vera fljót að ná okkur niður eftir þetta. Þetta er langt frá því að vera búið.“ Næsti leikur liðanna fer fram næsta fimmtudag á heimavelli Hauka. Þar hefur liðið tækifæri til þess að tryggja sér farseðillinn í úrslitaeinvígið á afmælisdegi félagsins. „Allir leikirnir í þessari seríu og í vetur hafa lagst vel í mig. Það er ekkert annað hægt. Þetta er búið að vera svo gaman og mikið ævintýri. Núna þurfum við bara að halda áfram að vinna vel, það er það sem þetta hefur snúist um,“ sagði sáttur Elías Már að lokum. Ágúst Þór: Vorum klaufar í framlengingunnivísir/ernir„Þetta eru auðvitað bara gríðarleg vonbrigði. Þetta var jafn leikur og við vorum með frumkvæðið framan af og kannski stærstan partinn. Þær komu síðan öflugar inn í seinni hálfleikinn. Þetta hefði getað dottið beggja megin,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals í leikslok. Valskonur voru sterkara lið vallarins í fyrri hálfleik en Ágúst telur að sóknarleikur liðsins hafi orðið þeim að falli í seinni hálfleiknum. „Við erum að gera of mikið að mistökum sóknarlega. Svo fáum við ódýrar tvær mínútur á okkur. Það er erfitt að vera mikið í undirtölu í svona jöfnum leik. Eins og ég segi, þetta var bara járn í járn.“ „Við vorum kannski klaufar í framlengingunni úr því sem komið var, að klára þetta ekki. Við vorum tveimur mörkum yfir.“ „Varnarleikurinn var bara fínn og markvarslan er alveg ágæt. Þetta eru mörg lítil atriði. Við erum að gera okkur sek um ansi mörg ódýr og klaufaleg mistök. Það er auðvitað bara dýrt í leik eins og þessum. Það er kannski það sem vó þyngst. Það er ekkert annað í boði fyrir Val en sigur í næsta leik til að knýja fram úrslitaleik milli liðanna á laugardaginn. „Haukar eru með pálmann í höndunum eins og er. Við þurfum bara að fríska upp á okkur og koma öflug til leiks á fimmtudaginn,“ sagði Ágúst Þór að lokum. Olís-deild kvenna
Haukar komust 2-1 yfir í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í framlengdum leik. Leikurinn fór fram í Valshöllinni og voru lokatölur 23-22, gestunum í vil. Haukar geta því tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í Schenkerhöllinni á fimmtudaginn þegar liðin mætast í fjórða skiptið. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 10-7 fyrir Val. Valskonur byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í 4-1 forystu. Haukar gáfu þó ekkert eftir en vantaði herslumuninn sem þurfti til þess að jafna leikinn, þrátt fyrir þónokkur tækifæri til þess. Hinum megin á vellinum voru Valskonur að fara illa með sínar sóknar og á góðum degi hefðu færi þeirra í fyrri hálfleik tryggt þeim stærra forskot í hálfleik en þrjú mörk. Allt annað var að sjá lið Hauka í síðari hálfleik og komu litu þær út fyrir að mæta töluvert grimmari til leiks en heimakonur. Á 40. mínútu tókst Haukum að jafna leikinn í fyrsta sinn, 12-12. Í kjölfarið tóku Haukar forystuna og um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir komnir tveimur mörkum yfir, 13-15. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum náðu Valskonur jöfnunarmarkinu, 19-19. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum fengu Haukar vítakast. Maria Ines fór á punktinn en Lina Melvik varði vel og tryggði Valskonum framlengingu. Valur byrjaði betur í framlengingunni og leiddu með einu marki að loknum fyrri hálfleik framlengingar. Í síðari hálfleik framlengingar náðu Haukakonur þó að gera það sem þurfti, skoruðu tvö mörk og tryggði sér sigur. Lokatölur 22-23 og Haukar í geta tryggt sér sæti í úrslitum á heimavelli fimmtudaginn 12 apríl, á afmælisdegi Hafnarfjarðarliðsins.Af hverju unnu Haukar leikinn? Þetta var baráttusigur Hauka út í gegn. Varnarleikur liðsins var góður en sóknin var í miklum vandræðum framan af. Þær snéru við blaðinu í síðari hálfleik og unnu að lokum góðan sigur eftir hnífjafnan leik.Hverjar stóðu upp úr? Bæði lið voru að spila öflugan varnaleikan stærstan hluta leiksins. Maria Ines da Silva Pereira var frábær í liði Hauka með átta mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti einnig gríðarlega góðan leik í marki gestanna með 15 varin skot og rúmlega 40 prósenta markvörslu. Anna Úrsula Guðmundsdóttir og Diana Satkauskaite voru atkvæðamestar í liði Vals með 5 mörk. Diana byrjaði leikinn frábærlega en fann sig illa í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að klára uppstilltar sóknir sínar og illa gekk að enda margar þeirra með skoti. Tapaðir boltar voru einnig þó nokkrir hjá báðum liðum.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag fer fjórði leikur liðanna fram í Schenkerhöllinni, heimavelli Hauka. Þar kemur í ljós hvort Haukum takist að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu eða hvort við fáum hreinan úrslitaleik á milli liðanna á laugardaginn. Elías Már: Hungrið er bara geggjað í þessum hópElías Már Halldórsson, þjálfari HaukaVísir/Getty„Ég er bara alveg fáránlega stoltur af stelpunum. Karakterinn í liðinu skein í gegn í dag. Við byrjuðum frekar illa, það var hátt spennustig og svona en við unnum okkur út úr því. Ég er bara rosalega ánægður með það hvernig við náðum að vinna okkur úr vandræðunum sem voru í gangi í byrjun og hvernig við kláruðum leikinn,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka í leikslok. „Öll vinnan sem við erum búin að leggja í þetta, um helgina og síðustu daga, hún skilaði sér í dag. Ég er bara gríðarlega stoltur af liðinu. Ég er með ungt lið og þetta eru frábærar stelpur. Þær eru þvílíkt að vaxa og eru búnar að gera það í allan vetur.“ Haukar voru í vandræðum með að klára sóknir sínar í fyrri hálfleik en allt annað var að sjá liðið í síðari hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum hafði gestunum tekist að vinna upp þriggja marka forystuna og náði liðið í kjölfarið tveggja marka forskoti. „Ég er nú bara þannig gerður að ég gefst aldrei upp. Ég tók nokkur vel valin orð á nokkra leikmenn. Við náðum að kveikja neistann og hungrið er bara geggjað í þessum hóp. Það skiptir engu máli þó við séum að missa leikmenn í meiðsli, næsta kemur bara inn. Það er karaktereinkenni fyrir góð lið og góða hópa.“ „Ég er bara mjög ánægður en við þurfum að vera fljót að ná okkur niður eftir þetta. Þetta er langt frá því að vera búið.“ Næsti leikur liðanna fer fram næsta fimmtudag á heimavelli Hauka. Þar hefur liðið tækifæri til þess að tryggja sér farseðillinn í úrslitaeinvígið á afmælisdegi félagsins. „Allir leikirnir í þessari seríu og í vetur hafa lagst vel í mig. Það er ekkert annað hægt. Þetta er búið að vera svo gaman og mikið ævintýri. Núna þurfum við bara að halda áfram að vinna vel, það er það sem þetta hefur snúist um,“ sagði sáttur Elías Már að lokum. Ágúst Þór: Vorum klaufar í framlengingunnivísir/ernir„Þetta eru auðvitað bara gríðarleg vonbrigði. Þetta var jafn leikur og við vorum með frumkvæðið framan af og kannski stærstan partinn. Þær komu síðan öflugar inn í seinni hálfleikinn. Þetta hefði getað dottið beggja megin,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals í leikslok. Valskonur voru sterkara lið vallarins í fyrri hálfleik en Ágúst telur að sóknarleikur liðsins hafi orðið þeim að falli í seinni hálfleiknum. „Við erum að gera of mikið að mistökum sóknarlega. Svo fáum við ódýrar tvær mínútur á okkur. Það er erfitt að vera mikið í undirtölu í svona jöfnum leik. Eins og ég segi, þetta var bara járn í járn.“ „Við vorum kannski klaufar í framlengingunni úr því sem komið var, að klára þetta ekki. Við vorum tveimur mörkum yfir.“ „Varnarleikurinn var bara fínn og markvarslan er alveg ágæt. Þetta eru mörg lítil atriði. Við erum að gera okkur sek um ansi mörg ódýr og klaufaleg mistök. Það er auðvitað bara dýrt í leik eins og þessum. Það er kannski það sem vó þyngst. Það er ekkert annað í boði fyrir Val en sigur í næsta leik til að knýja fram úrslitaleik milli liðanna á laugardaginn. „Haukar eru með pálmann í höndunum eins og er. Við þurfum bara að fríska upp á okkur og koma öflug til leiks á fimmtudaginn,“ sagði Ágúst Þór að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti