Innlent

Vegagerðin fjarlægir hættulegar öryggisgirðingar

Birgir Olgeirsson skrifar
Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys.
Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Vísir/Vilhelm
Vegagerðin mun í dag taka niður teinagirðingar á Miklubraut, milli Kringlumýrarbrautar og Lönguhlíðar til vesturs. Girðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu þar sem hann beið bana.

Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Hefur því verið unnið að því með hléum í vetur að fjarlægja þessar hættulegu öryggisgirðingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×