Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Vísir/GVA „Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara (LEB). Eldri borgari, sem nýlega missti eiginkonu sína, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan ellilífeyri eiginkonu sinnar. Fjármagnstekjur hjónanna reyndust hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir vegna flutninga sem ráðist var í vegna veikinda konunnar. Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sérfræðinga og umönnunaraðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Sigurður segir að LEB fái reglulega inn á borð til sín mál áþekk þessu. Þar hafi fólk ákveðið að minnka við sig eða mögulega selt sumarbústað, sem hafi yfirleitt tekið stóran hluta ævinnar „að aura saman fyrir“, og lendi þá í því að þurfa að endurgreiða lífeyrinn vegna þess. „Með nýju lögunum batnaði hagur þeirra sem búa einir en hagur hjóna versnaði sumpart. Stjórnvöld þurfa að taka á þessu. Þetta er ekki réttlátt,“ segir Sigurður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
„Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara (LEB). Eldri borgari, sem nýlega missti eiginkonu sína, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan ellilífeyri eiginkonu sinnar. Fjármagnstekjur hjónanna reyndust hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir vegna flutninga sem ráðist var í vegna veikinda konunnar. Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sérfræðinga og umönnunaraðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Sigurður segir að LEB fái reglulega inn á borð til sín mál áþekk þessu. Þar hafi fólk ákveðið að minnka við sig eða mögulega selt sumarbústað, sem hafi yfirleitt tekið stóran hluta ævinnar „að aura saman fyrir“, og lendi þá í því að þurfa að endurgreiða lífeyrinn vegna þess. „Með nýju lögunum batnaði hagur þeirra sem búa einir en hagur hjóna versnaði sumpart. Stjórnvöld þurfa að taka á þessu. Þetta er ekki réttlátt,“ segir Sigurður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira