Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2018 11:15 Hjálparsamtök segja rúmlega 500 manns hafa leitað hjálpar vegna öndunarerfiðleika og sviða í augum. Vísir/AFP Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. Hundruð eru sögð hafa leitað sér aðstoðar vegna öndunarerfiðleika og vegna sviða í augum. Þá hafa myndir og myndbönd af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Blaðamaður sem Guardian ræddi við segir heilu fjölskyldurnar hafa dáið og loftárásir hafi verið einkar þungar í gærkvöldi. Ríkisstjórn Sýrlands hafnar ásökunum og segir uppreisnarhópinn Jaish al-Islam hafa búið fregnirnar til. Markmiðið væri að reyna að stöðva sókn stjórnarhersins og bandamanna þeirra gegn Douma. Þá hafa hernaðaryfirvöld Rússlands einnig haldið því fram að engin efnavopnaárás hafi verið gerð. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum og stóðu viðræður um brottflutning uppreisnarmanna og borgara frá Douma yfir en þær virðast hafa mistekist og loftárásir hófust aftur á föstudaginn. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur kallað eftir rannsókn á ásökununum og Bandaríkin segja að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn þeirra verði að vera dregnir til ábyrgðar, reynist ásakanirnar sannar, og koma verði í veg fyrir fleiri árásir af þessu tagi hið snarasta. Hjálparstarfsmenn hafa á undanförnum vikum haldið því reglulega fram að klórgasi hafi verið varpað á svæðinu en nú er talið að sterkari efnum hafi verið beitt. Sameinuðu þjóðirnar fóru fram á aðgang að Douma á miðvikudaginn og sögðu 80 til 150 þúsund borgara vera á svæðinu. Í gær var nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni.Another Video showing cases of suffocation among civilians, mostly children and women, following the chemical attack against the civilians in #Douma city. #AssadHitsDoumaWithChemicals pic.twitter.com/ItEpVLq5zM— The White Helmets (@SyriaCivilDef) April 8, 2018 Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás Hjálparsamtök segja minnst 35 hafa látið lífið í Douma í Sýrlandi. 7. apríl 2018 23:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. Hundruð eru sögð hafa leitað sér aðstoðar vegna öndunarerfiðleika og vegna sviða í augum. Þá hafa myndir og myndbönd af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Blaðamaður sem Guardian ræddi við segir heilu fjölskyldurnar hafa dáið og loftárásir hafi verið einkar þungar í gærkvöldi. Ríkisstjórn Sýrlands hafnar ásökunum og segir uppreisnarhópinn Jaish al-Islam hafa búið fregnirnar til. Markmiðið væri að reyna að stöðva sókn stjórnarhersins og bandamanna þeirra gegn Douma. Þá hafa hernaðaryfirvöld Rússlands einnig haldið því fram að engin efnavopnaárás hafi verið gerð. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum og stóðu viðræður um brottflutning uppreisnarmanna og borgara frá Douma yfir en þær virðast hafa mistekist og loftárásir hófust aftur á föstudaginn. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur kallað eftir rannsókn á ásökununum og Bandaríkin segja að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn þeirra verði að vera dregnir til ábyrgðar, reynist ásakanirnar sannar, og koma verði í veg fyrir fleiri árásir af þessu tagi hið snarasta. Hjálparstarfsmenn hafa á undanförnum vikum haldið því reglulega fram að klórgasi hafi verið varpað á svæðinu en nú er talið að sterkari efnum hafi verið beitt. Sameinuðu þjóðirnar fóru fram á aðgang að Douma á miðvikudaginn og sögðu 80 til 150 þúsund borgara vera á svæðinu. Í gær var nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni.Another Video showing cases of suffocation among civilians, mostly children and women, following the chemical attack against the civilians in #Douma city. #AssadHitsDoumaWithChemicals pic.twitter.com/ItEpVLq5zM— The White Helmets (@SyriaCivilDef) April 8, 2018
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás Hjálparsamtök segja minnst 35 hafa látið lífið í Douma í Sýrlandi. 7. apríl 2018 23:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16
Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás Hjálparsamtök segja minnst 35 hafa látið lífið í Douma í Sýrlandi. 7. apríl 2018 23:15