Erlent

Fyrrum forseti Brasilíu ætlar að gefa sig fram

Sylvía Hall skrifar
Lula ávarpaði stuðningsmenn sína í dag þar sem hann tilkynnti þeim að hann myndi gefa sig fram.
Lula ávarpaði stuðningsmenn sína í dag þar sem hann tilkynnti þeim að hann myndi gefa sig fram. Vísir/Getty
Luis Inácio Lula da Silva, fyrrum forseti Brasilíu, hefur sagst ætla gefa sig fram til yfirvalda þar í landi eftir að hafa hlotið 12 ára dóm fyrir spillingu og mútuþægni. 

Forsetinn fyrrverandi hefur í tvígang áfrýjað handtökuskipunum á hendur sér til hæstaréttar, en hann heldur fram sakleysi sínu og segir málið vera pólitíska árás til að koma í veg fyrir framboð hans til forseta. Hann var fyrsti forsetinn af vinstri væng stjórnmálanna þar í landi í rúmlega hálfa öld og sat í því embætti á árunum 2003 til 2011. Hann þótti líklegur til sigurs í kosningunum í október.

Stuðningsmenn Lula komu saman í dag og minntust Marisa Leticia, eiginkonu hans en hún lést fyrir ári síðan. Hann ávarpaði stuðningsmenn sína og tilkynnti þeim að hann myndi gefa sig fram og hefja afplánun. Í ávarpi sínu sagðist koma stærri og sterkari til baka og hvatti stuðningsmenn sína til að halda áfram baráttu fyrir hugsjónum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×