Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld fjöllum við um atvik í Þýskalandi þar sem fjórir létu lífið og tugir særðust þegar sendibíl var ekið á veitingahúsagesti í dag. Þar að auki skoðum við neyðarástandið sem blasir við á fæðingardeildum í sumar ef ekki tekst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. Nú þegar hafa þrjátíu sagt upp störfum.

Við ræðum við tryggingasérfræðing sem telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina í stórbrunanum í Garðabæ.

Þá verður fjallað um að móðir Hauks Hilmarssonar hefur ekki gefið upp alla von um að hann kunni að vera á lífi en ekkert hefur spurst til hans síðan í febrúar.

Að lokum sýnum við frá áheyrnarprufum í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem rúmlega þúsund krakkar mættu í þeirri von um að hreppa hlutverk í sýningu um Ronju ræningjadóttur.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×