Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. apríl 2018 10:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga. Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga.
Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00