Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Haukar 64-75 | Haukar sóttu sigur í Fjósinu Skúli Arnarson skrifar 6. apríl 2018 22:15 Helena Sverrisdóttir. Vísir/andri marínó Það fór fram gífurlega mikilvægur leikur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld þegar Haukar sigruðu Skallagrím með 75 stigum gegn 64 í undanúrslitaeinvígi Domino‘s deildar kvenna. Með sigrinum komust Haukar í 2-0 forystu í einvíginu og get því tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í næsta leik á heimvelli, sem fer fram þriðjudaginn 10.apríl. Leikurinn byrjaði mjög hægt og virtist vera mikil spenna í báðum liðum. Haukavörnin var gífurlega sterk og hleypti Skallagrím aðeins í átta stig í fyrsta leikhluta. Sóknin hjá Haukum var hinsvegar ekkert sérstaklega góð en þær skoruðu 17 stig í fyrsta leikhluta og voru með níu stiga forskot. Skallagrímur gat nánast ekki keypt sér körfu í leikhlutanum og hittu þær aðeins úr 3 af 18 skotum sínum. Leikurinn hélst í þokkalegu jafnvægi í öðrum leikhluta en Carmen Tyson-Thomas, stigahæsti leikmaður Skallagríms og jafnframt stigahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili, komst ekki á blað fyrr en um fjórar mínútur voru búnar af öðrum leikhluta. Það virtist hinsvegar hafa kviknað á henni eftir þessa erfiðu byrjun en hún skoraði alls 40 stig í leiknum í kvöld. Í hálfleik var staðan 25-37 fyrir Haukum og líklega var hvorugur þjálfarinn sáttur með sitt lið. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri endaði, jafnvægi í leiknum og liðin skiptust á að skora. Í lok þriðja leikhluta virtist þetta vera að sigla frá Skallagrím en Carmen skoraði síðustu 5 stig leikhlutans og munurinn var ellefu stig eftir þriðja leikhluta Haukum í vil, 44-55. Í fjórða leikhluta náðu Skallagrímur tvisvar að minnka muninn niður í sex stig en nær komust þær ekki og Haukar unnu að lokum með ellefu stigum, 64-75.Afhverju unnu Haukar? Haukar mættu mun betur til leiks og voru komnar með níu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta þar sem þær voru að spila mjög góða vörn og náðu að halda Carmen nánast alveg í skefjum. Þessi munur hélst út allan leikinn og þrátt fyrir að Haukar hafi ekki verið að leika sinn besta leik þá dugði það til gegn Skallagrím í dag sem áttu alls ekki góðan dag.Hverjar stóðu upp úr? Í liði Hauka voru það Whitney Frazier og Helena Sverrisdóttir sem voru bestar í kvöld. Frazier skoraði 26 stig og bætti við það 15 fráköstum og 5 stoðsendingum. Helena skoraði 21 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Í liði Skallagríms var Carmen í raun sú eina sem var með lífsmarki en hún skoraði 40 stig af 64 stigum Skallagríms í kvöld. Carmen tók einnig 13 fráköst.Hvað gekk illa? Skallagrímur mætti einfaldlega ekki til leiks í fyrsta leikhluta og voru heppnar að leikurinn hafi í raun ekki verið búinn eftir fyrsta leikhluta. Þær hittu úr 26 af 78 skotum sínum í leiknum og ef við tökum Carmen til hliðar hittu hinir leikmenn liðsins úr 10 af 50 skotum sínum. Haukarnir töpuðu óvenju mörgum boltum í dag en liðið var með 21 tapaðan bolta í leiknum. Það er klárlega eitthvað sem þær þurfa að skoða fyrir næsta leik.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur á þriðjudaginn næstkomandi og verða Skallagrímur að stíga upp sem lið og fá framlag frá fleiri leikmönnum en í kvöld ætli þær að vinna á Ásvöllum.Skallagrímur-Haukar 64-75 (8-17, 17-20, 19-19, 20-19) Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 40/13 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/14 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5/8 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 5.Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Helena Sverrisdóttir 21/13 fráköst/9 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4, Þóra Kristín Jónsdóttir 4/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3, Fanney Ragnarsdóttir 2.Ingvar: Hleypum Carmen á allt of mikið flug Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn en sagði að það væri margt sem liðið mætti bæta fyrir næsta leik. „Ég er sáttur með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik, hann var virkilega góður. Svo hleypum við Carmen á alltof mikið flug í seinni hálfleik og Skallagrímur taka alltof mikið af sóknarfráköstum. Við erum líka með alltof mikið af töpuðum boltum.“ Haukarnir héldu Carmen vel í skefjum í fyrri hálfleik en hún var frábær í þeim seinni. Ingvar var ekki sáttur með vörnina sem hans lið spilaði gegn Carmen í seinni hálfleik. „Mér fannst Carmen bara verða aggressívari í seinni hálfleik. Svo fór hún að taka aðeins meira til sín en við bara gerðum illa. Við vorum bara ekki nógu nálægt henni og hún átti auðveldara með að fá boltann og búa eitthvað til.“ Haukarnir spiluðu frábæra vörn í fyrri hálfleik og hefðu með góðum sóknarleik geta byggt upp mun stærra forskot til að taka með sér inn í hálfleikinn. „Mér fannst að við ættum að vera með töluvert stærra forskot heldur en 12 stig í hálfleik og við töluðum um það í hálfleik að okkur liði þannig að við ættum að vera með meira forskot. En við héldum áfram í seinni hálfleik, sóknin var ágæt þegar við náðum að stilla upp og vorum ekki að kasta boltanum frá okkur eins og kjánar. Við erum með alltof marga tapaða bolta í dag.“ „Það er ennþá margt sem við getum lagfært og við þurfum að gera það ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn,“ sagði Ingvar Þór GuðjónssonAri: Vil fá meira frá öllum leikmönnum liðsins „Ég er mjög svekktur og mér fannst liðið mitt ekki mæta til leiks eins og við höfðum talað um. Þrátt fyrir að Haukarnir skori ekki nema 75 stig þá var ég ekki sáttur með varnarleikinn,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Skallagríms, strax eftir leik. Ari var ekki ánægður hvernig hans lið kom til leiks. „Þetta er bara nákvæmlega sama uppskrift og í fyrsta leik, við hittum ekkert í byrjun og við erum bara ekki að hitta úr þessum skotum. Mér finnst við vera að leita svolítið mikið inn á Carmen. Núna þurfa leikmenn að fara að taka sig saman í andlitinu og sýna smá ábyrgð.“ Skallagrímur fengu aðeins stig frá fimm leikmönnum í dag og Ari vill fá meira frá sínum leikmönnum. „Ég vil fá meira frá öllum leikmönnum liðsins og líka frá þessum fimm. Carmen er að skora 40 stig af 64, það segir helling um hina leikmennina. Þeir þurfa bara að fara að stíga upp.“ Bæði Jóhanna Björk og Guðrún Ósk fengu fimm villur í leiknum og Ari var greinilega ekki sáttur við dómara leiksins, en hann fékk sjálfur tæknivillu fyrir eitthvað sem hann sagði við dómara leiksins undir lok leiks. „Ég er búinn að nefna það við þessa dómara að Carmen er sterkust í þessari deild og það er lamið á henni allan leikinn og hún fær ekki neitt. Það er alveg sama hvað maður reynir að tala við þessa vini mína í dómgæslunni, þeir eru alltaf með svör við öllu og ef að þeir eru ekki með svör á reiðum höndum, þá var ábyrgðin ekki þeirra.“ „Við þurfum að byrja á að trúa á það að við getum unnið þrjá í röð. Við verðum að fara að gera hlutina sem við erum að tala um betur, við tölum og tölum en gerum ekki neitt,“ sagði Ari að lokum.Helena: Frábært að vera komin í 2-0 „Það er frábært að vera komin í 2-0. Við vissum að þetta yrði erfitt að koma hingað á þeirra heimavöll og reyna að hægja á þeim,“ sagði Helena Sverrisdóttir sem var góð í liði Hauka í dag. Helena var sammála Ingvari að liðið ætti að hafa verið fleiri stigum yfir í hálfleik. „Mér leið eins og við gætum verið 20 stigum yfir í hálfleik. Við vorum að missa lay-up og klikka úr galopnum þriggja stiga skotum en á meðan vörnin er þetta góð er í lagi að sóknin sé ekki alveg nógu góð.“ Eðlilega var Helena ekki sátt með að liðið hafi verið með 21 tapaðan bolta í dag. „21 tapaður bolti er alltof mikið og Skallagrímur taka alltof mikið af fráköstum en við verðum bara að laga það fyrir þriðjudaginn. Það var mikil stemning og læti og mikill hraði stundum í leiknum en við verðum bara að vera klárar í þetta. En þótt að skotin hafi ekki verið að detta þá vorum við að fá opin skot, það er það sem að skiptir máli í framhaldinu.“ „Maður er alltaf svo spenntur að spila bara aftur og reyna að klára seríuna þannig að maður bara bíður eftir þriðjudeginum,“ sagði Helena Sverrisdóttir Dominos-deild kvenna
Það fór fram gífurlega mikilvægur leikur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld þegar Haukar sigruðu Skallagrím með 75 stigum gegn 64 í undanúrslitaeinvígi Domino‘s deildar kvenna. Með sigrinum komust Haukar í 2-0 forystu í einvíginu og get því tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í næsta leik á heimvelli, sem fer fram þriðjudaginn 10.apríl. Leikurinn byrjaði mjög hægt og virtist vera mikil spenna í báðum liðum. Haukavörnin var gífurlega sterk og hleypti Skallagrím aðeins í átta stig í fyrsta leikhluta. Sóknin hjá Haukum var hinsvegar ekkert sérstaklega góð en þær skoruðu 17 stig í fyrsta leikhluta og voru með níu stiga forskot. Skallagrímur gat nánast ekki keypt sér körfu í leikhlutanum og hittu þær aðeins úr 3 af 18 skotum sínum. Leikurinn hélst í þokkalegu jafnvægi í öðrum leikhluta en Carmen Tyson-Thomas, stigahæsti leikmaður Skallagríms og jafnframt stigahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili, komst ekki á blað fyrr en um fjórar mínútur voru búnar af öðrum leikhluta. Það virtist hinsvegar hafa kviknað á henni eftir þessa erfiðu byrjun en hún skoraði alls 40 stig í leiknum í kvöld. Í hálfleik var staðan 25-37 fyrir Haukum og líklega var hvorugur þjálfarinn sáttur með sitt lið. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri endaði, jafnvægi í leiknum og liðin skiptust á að skora. Í lok þriðja leikhluta virtist þetta vera að sigla frá Skallagrím en Carmen skoraði síðustu 5 stig leikhlutans og munurinn var ellefu stig eftir þriðja leikhluta Haukum í vil, 44-55. Í fjórða leikhluta náðu Skallagrímur tvisvar að minnka muninn niður í sex stig en nær komust þær ekki og Haukar unnu að lokum með ellefu stigum, 64-75.Afhverju unnu Haukar? Haukar mættu mun betur til leiks og voru komnar með níu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta þar sem þær voru að spila mjög góða vörn og náðu að halda Carmen nánast alveg í skefjum. Þessi munur hélst út allan leikinn og þrátt fyrir að Haukar hafi ekki verið að leika sinn besta leik þá dugði það til gegn Skallagrím í dag sem áttu alls ekki góðan dag.Hverjar stóðu upp úr? Í liði Hauka voru það Whitney Frazier og Helena Sverrisdóttir sem voru bestar í kvöld. Frazier skoraði 26 stig og bætti við það 15 fráköstum og 5 stoðsendingum. Helena skoraði 21 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Í liði Skallagríms var Carmen í raun sú eina sem var með lífsmarki en hún skoraði 40 stig af 64 stigum Skallagríms í kvöld. Carmen tók einnig 13 fráköst.Hvað gekk illa? Skallagrímur mætti einfaldlega ekki til leiks í fyrsta leikhluta og voru heppnar að leikurinn hafi í raun ekki verið búinn eftir fyrsta leikhluta. Þær hittu úr 26 af 78 skotum sínum í leiknum og ef við tökum Carmen til hliðar hittu hinir leikmenn liðsins úr 10 af 50 skotum sínum. Haukarnir töpuðu óvenju mörgum boltum í dag en liðið var með 21 tapaðan bolta í leiknum. Það er klárlega eitthvað sem þær þurfa að skoða fyrir næsta leik.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast aftur á þriðjudaginn næstkomandi og verða Skallagrímur að stíga upp sem lið og fá framlag frá fleiri leikmönnum en í kvöld ætli þær að vinna á Ásvöllum.Skallagrímur-Haukar 64-75 (8-17, 17-20, 19-19, 20-19) Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 40/13 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/14 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5/8 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 5.Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Helena Sverrisdóttir 21/13 fráköst/9 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4, Þóra Kristín Jónsdóttir 4/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3, Fanney Ragnarsdóttir 2.Ingvar: Hleypum Carmen á allt of mikið flug Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn en sagði að það væri margt sem liðið mætti bæta fyrir næsta leik. „Ég er sáttur með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik, hann var virkilega góður. Svo hleypum við Carmen á alltof mikið flug í seinni hálfleik og Skallagrímur taka alltof mikið af sóknarfráköstum. Við erum líka með alltof mikið af töpuðum boltum.“ Haukarnir héldu Carmen vel í skefjum í fyrri hálfleik en hún var frábær í þeim seinni. Ingvar var ekki sáttur með vörnina sem hans lið spilaði gegn Carmen í seinni hálfleik. „Mér fannst Carmen bara verða aggressívari í seinni hálfleik. Svo fór hún að taka aðeins meira til sín en við bara gerðum illa. Við vorum bara ekki nógu nálægt henni og hún átti auðveldara með að fá boltann og búa eitthvað til.“ Haukarnir spiluðu frábæra vörn í fyrri hálfleik og hefðu með góðum sóknarleik geta byggt upp mun stærra forskot til að taka með sér inn í hálfleikinn. „Mér fannst að við ættum að vera með töluvert stærra forskot heldur en 12 stig í hálfleik og við töluðum um það í hálfleik að okkur liði þannig að við ættum að vera með meira forskot. En við héldum áfram í seinni hálfleik, sóknin var ágæt þegar við náðum að stilla upp og vorum ekki að kasta boltanum frá okkur eins og kjánar. Við erum með alltof marga tapaða bolta í dag.“ „Það er ennþá margt sem við getum lagfært og við þurfum að gera það ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn,“ sagði Ingvar Þór GuðjónssonAri: Vil fá meira frá öllum leikmönnum liðsins „Ég er mjög svekktur og mér fannst liðið mitt ekki mæta til leiks eins og við höfðum talað um. Þrátt fyrir að Haukarnir skori ekki nema 75 stig þá var ég ekki sáttur með varnarleikinn,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Skallagríms, strax eftir leik. Ari var ekki ánægður hvernig hans lið kom til leiks. „Þetta er bara nákvæmlega sama uppskrift og í fyrsta leik, við hittum ekkert í byrjun og við erum bara ekki að hitta úr þessum skotum. Mér finnst við vera að leita svolítið mikið inn á Carmen. Núna þurfa leikmenn að fara að taka sig saman í andlitinu og sýna smá ábyrgð.“ Skallagrímur fengu aðeins stig frá fimm leikmönnum í dag og Ari vill fá meira frá sínum leikmönnum. „Ég vil fá meira frá öllum leikmönnum liðsins og líka frá þessum fimm. Carmen er að skora 40 stig af 64, það segir helling um hina leikmennina. Þeir þurfa bara að fara að stíga upp.“ Bæði Jóhanna Björk og Guðrún Ósk fengu fimm villur í leiknum og Ari var greinilega ekki sáttur við dómara leiksins, en hann fékk sjálfur tæknivillu fyrir eitthvað sem hann sagði við dómara leiksins undir lok leiks. „Ég er búinn að nefna það við þessa dómara að Carmen er sterkust í þessari deild og það er lamið á henni allan leikinn og hún fær ekki neitt. Það er alveg sama hvað maður reynir að tala við þessa vini mína í dómgæslunni, þeir eru alltaf með svör við öllu og ef að þeir eru ekki með svör á reiðum höndum, þá var ábyrgðin ekki þeirra.“ „Við þurfum að byrja á að trúa á það að við getum unnið þrjá í röð. Við verðum að fara að gera hlutina sem við erum að tala um betur, við tölum og tölum en gerum ekki neitt,“ sagði Ari að lokum.Helena: Frábært að vera komin í 2-0 „Það er frábært að vera komin í 2-0. Við vissum að þetta yrði erfitt að koma hingað á þeirra heimavöll og reyna að hægja á þeim,“ sagði Helena Sverrisdóttir sem var góð í liði Hauka í dag. Helena var sammála Ingvari að liðið ætti að hafa verið fleiri stigum yfir í hálfleik. „Mér leið eins og við gætum verið 20 stigum yfir í hálfleik. Við vorum að missa lay-up og klikka úr galopnum þriggja stiga skotum en á meðan vörnin er þetta góð er í lagi að sóknin sé ekki alveg nógu góð.“ Eðlilega var Helena ekki sátt með að liðið hafi verið með 21 tapaðan bolta í dag. „21 tapaður bolti er alltof mikið og Skallagrímur taka alltof mikið af fráköstum en við verðum bara að laga það fyrir þriðjudaginn. Það var mikil stemning og læti og mikill hraði stundum í leiknum en við verðum bara að vera klárar í þetta. En þótt að skotin hafi ekki verið að detta þá vorum við að fá opin skot, það er það sem að skiptir máli í framhaldinu.“ „Maður er alltaf svo spenntur að spila bara aftur og reyna að klára seríuna þannig að maður bara bíður eftir þriðjudeginum,“ sagði Helena Sverrisdóttir
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum