Sveinbjörg Birna á hliðarlínunni hjá Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 16:44 Inga Sæland segist oft hafa talað við Sveinbjörgu Birnu, þessa duglegu og skeleggu konu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrrum oddviti Framsóknar og flugvallavina í borginni, hafi verið tilbúin að stíga inn á völlinn ef staðan hefði verið slík. „Hún var tilbúin að hjálpa okkur ef eitthvað slíkt hefði komið upp. Við höfum alveg verið að tala saman. Dugnaðarforkur. En að við höfum verið að segja neitt já eða nei, það er ekki,“ segir Inga í samtali við Vísi.Gerði engar hosur grænar Hún er þar að vísa til fréttar sem sjá má á EiríkurJónsson punktur is, sem Vísir spurði hana út í. Þar sem segir að Sveinbjörgu hafi ekki tekist að hrífa Ingu og að hún hafi fengið „endanlegt NEI síðastliðinn mánudag en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina gekk hart eftir því að verða útnefnd oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.“ Þetta upplegg segir Inga hins vegar dómadags rugl og þvætting. „Hún hefur ekki verið að gera neinar hosur grænar, við höfum bara talað við hana eins og marga aðra. Þetta er svo alrangt, ég hef aldrei sagt nei við hana blessaða manneskjuna, þessa elskulegu konu. Ég hef oft orðið hissa og veit að það er erfitt að vera blaðamaður og búa eitthvað til, en hamingjan góða.“Sveinbjörg stjarna síðustu borgarstjórnarkosningaÞetta er sem sagt algert bull? „Já, þetta er bull. Ég hef oft talað við Sveinbjörgu Birnu og ég kann afskaplega vel við þessa duglegu og skeleggu konu en hún er ekki oddviti okkar í borginni,“ segir Inga og bendir á að fyrir liggi glæsilegur listi Flokks fólksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.En, Sveinbjörg Birna var ótvírætt stjarna síðustu borgarstjórnarkosninga? „Já, hún var það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrrum oddviti Framsóknar og flugvallavina í borginni, hafi verið tilbúin að stíga inn á völlinn ef staðan hefði verið slík. „Hún var tilbúin að hjálpa okkur ef eitthvað slíkt hefði komið upp. Við höfum alveg verið að tala saman. Dugnaðarforkur. En að við höfum verið að segja neitt já eða nei, það er ekki,“ segir Inga í samtali við Vísi.Gerði engar hosur grænar Hún er þar að vísa til fréttar sem sjá má á EiríkurJónsson punktur is, sem Vísir spurði hana út í. Þar sem segir að Sveinbjörgu hafi ekki tekist að hrífa Ingu og að hún hafi fengið „endanlegt NEI síðastliðinn mánudag en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina gekk hart eftir því að verða útnefnd oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.“ Þetta upplegg segir Inga hins vegar dómadags rugl og þvætting. „Hún hefur ekki verið að gera neinar hosur grænar, við höfum bara talað við hana eins og marga aðra. Þetta er svo alrangt, ég hef aldrei sagt nei við hana blessaða manneskjuna, þessa elskulegu konu. Ég hef oft orðið hissa og veit að það er erfitt að vera blaðamaður og búa eitthvað til, en hamingjan góða.“Sveinbjörg stjarna síðustu borgarstjórnarkosningaÞetta er sem sagt algert bull? „Já, þetta er bull. Ég hef oft talað við Sveinbjörgu Birnu og ég kann afskaplega vel við þessa duglegu og skeleggu konu en hún er ekki oddviti okkar í borginni,“ segir Inga og bendir á að fyrir liggi glæsilegur listi Flokks fólksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.En, Sveinbjörg Birna var ótvírætt stjarna síðustu borgarstjórnarkosninga? „Já, hún var það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47