Gunnar Nelson sýnir mönnum hvernig á að gera þetta | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 16:00 Gunnar Nelson er alltaf saddur og sæll. vísir/getty Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur harðlega gagnrýnt ofsafenginn niðurskurð sumra bardagakappa í UFC undanfarin misseri. Bardagakappar eru að reyna að missa fjöldan allan af kílóum á síðustu dögum fyrir bardaga sína sem er stórhættulegt og síðast í dag fékk Max Holloway ekki leyfi til að stíga á vigtina þar sem að hann leit svo illa út. Haraldur var áður búinn að gagnrýna þennan svakalega niðurskurð Holloway og sagði að UFC þyrfti að fara að stíga inn í áður en einhver deyr. Meira um það má lesa hér. Þar sem Haraldur er mikið að gagnrýna niðurskurð annarra hefur hann reglulega fengið spurningar um hversu þungur sonur hans er á milli bardaga. Hann svaraði því með myndbandi í janúar sem hann minnir aftur á núna í ljósi atburða dagsins í New York. Gunnar Nelson berst í veltivigt þar sem menn mega mest vera 77,5 kíló þegar að þeir eru vigtaðir kvöldið fyrir bardagann. Menn tútna svo aðeins út um kvöldið og eru eitthvað þyngri en það þegar að stígið er inn í búrið. Gunnar gengur upp að jafnaði 80 kíló og stundum aðeins meira. Hann þarf því aldrei að skera meira en 3-6 kíló af sér sem er eðlilegt og ekki hættulegt eins og ruglið sem Holloway stóð í. Í myndbandinu hér að neðan má sjá Gunnar fara á vigtina í janúar en þá var hann 80 kíló eftir jólasteikina og ekki bardagi bókaður. Hann berst ekki aftur fyrr en í lok maí. MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Haraldur Nelson brjálaður: UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr Fréttirnar af risaniðurskurði Max Holloway fyrir bardaga helgarinnar gegn Khabib Nurmagomedov eru ekki til þess að kæta Mjölnismanninn Harald Dean Nelson. 4. apríl 2018 12:30 Holloway vill ekki segja hvað hann er þungur Risaniðurskurður fjaðurvigtarmeistarans Max Holloway er mikið á milli tannanna á fólki enda þarf hann að losa sig við mikla þyngd á stuttum tíma. 5. apríl 2018 13:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur harðlega gagnrýnt ofsafenginn niðurskurð sumra bardagakappa í UFC undanfarin misseri. Bardagakappar eru að reyna að missa fjöldan allan af kílóum á síðustu dögum fyrir bardaga sína sem er stórhættulegt og síðast í dag fékk Max Holloway ekki leyfi til að stíga á vigtina þar sem að hann leit svo illa út. Haraldur var áður búinn að gagnrýna þennan svakalega niðurskurð Holloway og sagði að UFC þyrfti að fara að stíga inn í áður en einhver deyr. Meira um það má lesa hér. Þar sem Haraldur er mikið að gagnrýna niðurskurð annarra hefur hann reglulega fengið spurningar um hversu þungur sonur hans er á milli bardaga. Hann svaraði því með myndbandi í janúar sem hann minnir aftur á núna í ljósi atburða dagsins í New York. Gunnar Nelson berst í veltivigt þar sem menn mega mest vera 77,5 kíló þegar að þeir eru vigtaðir kvöldið fyrir bardagann. Menn tútna svo aðeins út um kvöldið og eru eitthvað þyngri en það þegar að stígið er inn í búrið. Gunnar gengur upp að jafnaði 80 kíló og stundum aðeins meira. Hann þarf því aldrei að skera meira en 3-6 kíló af sér sem er eðlilegt og ekki hættulegt eins og ruglið sem Holloway stóð í. Í myndbandinu hér að neðan má sjá Gunnar fara á vigtina í janúar en þá var hann 80 kíló eftir jólasteikina og ekki bardagi bókaður. Hann berst ekki aftur fyrr en í lok maí.
MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Haraldur Nelson brjálaður: UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr Fréttirnar af risaniðurskurði Max Holloway fyrir bardaga helgarinnar gegn Khabib Nurmagomedov eru ekki til þess að kæta Mjölnismanninn Harald Dean Nelson. 4. apríl 2018 12:30 Holloway vill ekki segja hvað hann er þungur Risaniðurskurður fjaðurvigtarmeistarans Max Holloway er mikið á milli tannanna á fólki enda þarf hann að losa sig við mikla þyngd á stuttum tíma. 5. apríl 2018 13:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59
Haraldur Nelson brjálaður: UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr Fréttirnar af risaniðurskurði Max Holloway fyrir bardaga helgarinnar gegn Khabib Nurmagomedov eru ekki til þess að kæta Mjölnismanninn Harald Dean Nelson. 4. apríl 2018 12:30
Holloway vill ekki segja hvað hann er þungur Risaniðurskurður fjaðurvigtarmeistarans Max Holloway er mikið á milli tannanna á fólki enda þarf hann að losa sig við mikla þyngd á stuttum tíma. 5. apríl 2018 13:30