Fósturafi í fjögurra ára fangelsi fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu. Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu.
Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira