Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2018 11:01 Svona voru aðstæður á svæðinu þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun. VÍSIR/VILHELM Enn er ekki vitað hvað olli stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lagersvæði útivistarfyrirtækisins Icewear skömmu eftir að starfsfólk mætti þar til vinnu í gær. Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag. „Tæknideild mun í samstarfi við bæði slökkvilið og Mannvirkjastofnun sinna þeirri rannsókn í dag. Hún er ekki farin í gang en fer væntanlega í gang núna fyrir hádegi, eða ég vona það,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.Vettvangur afhentur þegar það er öruggt Slökkvilið og lögregla vöktuðu svæðið í alla nótt og í morgun var slökkvilið að ljúka við að slökkva í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum, núna í morgun og reyk lagði þá enn upp úr rústunum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé of snemmt að segja að búið sé að slökkva í öllum glæðum, slökkvilið er enn á staðnum. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að fara inn í bygginguna.„Þetta er eitthvað sem verður bara metið á eftir og svo verður vettvangur afhentur lögreglu þegar það er talið öruggt.“ Hann á von á því að slökkvilið verði þar að störfum eitthvað fram eftir degi. „Þetta er svona vinna þegar það er búinn að vera svona mikill eldur í svona húsum. Lager þar sem dót liggur á gólfinu og það eru glæður úti um allt svo það þarf að fara ítarlega yfir þetta til að þetta verði almennilegt.“Búið að ræða við starfsmenn lagersins Slökkviliðsmenn náðu að bjarga tölvu úr brunanum í gær með upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Í dag verða skoðaðar upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem ekki skemmdust og einnig verður notast við myndir úr hitamyndavélum. „Það voru einhverjar vélar þarna innanhúss í hluta af húsinu en það er ekki mikið um myndavélar þarna. Í geymsluhlutanum voru myndavélarnar, annað ekki held ég,“ segir Sævar. Hann segir að slökkviliðsmaðurinn sem féll á milli hæða í byggingunni í gær hafi ekki verið að ná í gögn tengdum þessum eftirlitsmyndavélum. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu samtali við Vísi í gær að gólfið hefði hrunið undan slökkviliðsmanninum þegar hann var að reyna að ná verðmætum nálægt innganginum. Hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Eyþór Leifsson varðstjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að hann hefði sloppið án meiðsla og liði vel. „Það var alveg hinum megin í húsinu sem hann féll. Það gæti hafa verið þar sem Marel er með aðstöðu, hugbúnaðardeildin þeirra er þar. Það voru gríðarleg verðmæti þar, það var örugglega tengt því,“ útskýrir Sævar.Eins og sjá má á myndinni sem tekin var í morgun er húsið alveg ónýtt, Talið er að tjónið vegna brunans hafi líklega verið á annan milljarð.Vísir/Vilhelm„Við höfum svona ákveðna hugmynd um það,“ svarar Sævar aðspurður um það hvar í húsinu eldurinn kviknaði. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðju húsnæðinu í Miðhrauni 4. Í gær var rætt við starfsmenn lagersins sem voru að mæta til vinnu um það leyti þegar eldurinn kviknaði en Sævar gat ekki sagt frá því hvað kom út úr þeim samtölum á þessu stigi málsins. „Ég get nú ekki farið nákvæmlega út í það. Við erum bara svona á fyrstu metrunum.“Svæðið verður hugsanlega aldrei alveg öruggt Sævar segir erfitt að segja til um það hvenær lögregla komist inn í bygginguna vegna rannsóknarinnar en vonast er til að það verði hægt að fara inn í hluta húsnæðisins í dag. „Á geymsluhlutanum er strengjasteypa svokölluð á milli hæða og hún þarf einhverja daga til að kólna til þess að vera örugg, ef hún verður þá einhvern tíman örugg. Svo er náttúrulega þakið allt meira og minna, bitar í þakinu, bara ónýtt. Menn ætla að reyna að freista þess að komast allavega í miðrýmið í dag. Svo verður það bara að koma í ljós hvað er hægt þegar menn koma á staðinn, hvað er öruggt ef eitthvað er þá öruggt. Það verður bara að spila af fingrum fram þegar menn fara að vinna við þetta.“ Lögreglan handtók mann á svæðinu í gær vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. „Það er búið að skoða það allt saman þannig að hann nýtur ekki stöðu sakaðs manns eftir þá yfirheyrslu og hafði þarna eðlilegar skýringar á sinni veru þarna.“ Aðspurður hvort grunur leiki á íkveikju svarar Sævar: „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Enn er ekki vitað hvað olli stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lagersvæði útivistarfyrirtækisins Icewear skömmu eftir að starfsfólk mætti þar til vinnu í gær. Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag. „Tæknideild mun í samstarfi við bæði slökkvilið og Mannvirkjastofnun sinna þeirri rannsókn í dag. Hún er ekki farin í gang en fer væntanlega í gang núna fyrir hádegi, eða ég vona það,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.Vettvangur afhentur þegar það er öruggt Slökkvilið og lögregla vöktuðu svæðið í alla nótt og í morgun var slökkvilið að ljúka við að slökkva í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum, núna í morgun og reyk lagði þá enn upp úr rústunum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé of snemmt að segja að búið sé að slökkva í öllum glæðum, slökkvilið er enn á staðnum. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að fara inn í bygginguna.„Þetta er eitthvað sem verður bara metið á eftir og svo verður vettvangur afhentur lögreglu þegar það er talið öruggt.“ Hann á von á því að slökkvilið verði þar að störfum eitthvað fram eftir degi. „Þetta er svona vinna þegar það er búinn að vera svona mikill eldur í svona húsum. Lager þar sem dót liggur á gólfinu og það eru glæður úti um allt svo það þarf að fara ítarlega yfir þetta til að þetta verði almennilegt.“Búið að ræða við starfsmenn lagersins Slökkviliðsmenn náðu að bjarga tölvu úr brunanum í gær með upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Í dag verða skoðaðar upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem ekki skemmdust og einnig verður notast við myndir úr hitamyndavélum. „Það voru einhverjar vélar þarna innanhúss í hluta af húsinu en það er ekki mikið um myndavélar þarna. Í geymsluhlutanum voru myndavélarnar, annað ekki held ég,“ segir Sævar. Hann segir að slökkviliðsmaðurinn sem féll á milli hæða í byggingunni í gær hafi ekki verið að ná í gögn tengdum þessum eftirlitsmyndavélum. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu samtali við Vísi í gær að gólfið hefði hrunið undan slökkviliðsmanninum þegar hann var að reyna að ná verðmætum nálægt innganginum. Hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Eyþór Leifsson varðstjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að hann hefði sloppið án meiðsla og liði vel. „Það var alveg hinum megin í húsinu sem hann féll. Það gæti hafa verið þar sem Marel er með aðstöðu, hugbúnaðardeildin þeirra er þar. Það voru gríðarleg verðmæti þar, það var örugglega tengt því,“ útskýrir Sævar.Eins og sjá má á myndinni sem tekin var í morgun er húsið alveg ónýtt, Talið er að tjónið vegna brunans hafi líklega verið á annan milljarð.Vísir/Vilhelm„Við höfum svona ákveðna hugmynd um það,“ svarar Sævar aðspurður um það hvar í húsinu eldurinn kviknaði. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðju húsnæðinu í Miðhrauni 4. Í gær var rætt við starfsmenn lagersins sem voru að mæta til vinnu um það leyti þegar eldurinn kviknaði en Sævar gat ekki sagt frá því hvað kom út úr þeim samtölum á þessu stigi málsins. „Ég get nú ekki farið nákvæmlega út í það. Við erum bara svona á fyrstu metrunum.“Svæðið verður hugsanlega aldrei alveg öruggt Sævar segir erfitt að segja til um það hvenær lögregla komist inn í bygginguna vegna rannsóknarinnar en vonast er til að það verði hægt að fara inn í hluta húsnæðisins í dag. „Á geymsluhlutanum er strengjasteypa svokölluð á milli hæða og hún þarf einhverja daga til að kólna til þess að vera örugg, ef hún verður þá einhvern tíman örugg. Svo er náttúrulega þakið allt meira og minna, bitar í þakinu, bara ónýtt. Menn ætla að reyna að freista þess að komast allavega í miðrýmið í dag. Svo verður það bara að koma í ljós hvað er hægt þegar menn koma á staðinn, hvað er öruggt ef eitthvað er þá öruggt. Það verður bara að spila af fingrum fram þegar menn fara að vinna við þetta.“ Lögreglan handtók mann á svæðinu í gær vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. „Það er búið að skoða það allt saman þannig að hann nýtur ekki stöðu sakaðs manns eftir þá yfirheyrslu og hafði þarna eðlilegar skýringar á sinni veru þarna.“ Aðspurður hvort grunur leiki á íkveikju svarar Sævar: „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45