Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um eitt hundrað og fimmtíu viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á einum stærsta bruna síðari ára í atvinnuhúsnæði í Garðabæ í dag. Tjónið er líklega metið á annan milljarð króna en engin alvarleg slys urðu á fólki. Fjallað verður ítarlega um brunann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar kynnum við okkur líka gagnrýni á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær, en samkvæmt henni ná Íslendingar aðeins helmingi af markmiðum Sameinuðu þjóðanna um þróunaraðstoð. Þá er vegakerfið vanrækt í áætluninni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.

Í fréttatímanum skoðum við líka gamla skreiðarhjalla sem hafa öðlast nýtt líf og förum á opnunarhátíð barnakvikmyndahátíðar í Bíó Paradís.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×