Innlent

Fróaði sér í móttöku Hótels Sögu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hótel Saga, stundum kölluð Bændahöllin, stendur við Hagatorg og þykir mikil prýði fyrir Vesturbæinn.
Hótel Saga, stundum kölluð Bændahöllin, stendur við Hagatorg og þykir mikil prýði fyrir Vesturbæinn. Vísir/Hari
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi. Maðurinn játaði brot sitt.

Þann 4. nóvember 2016 afklæddist hann í gestamóttökunni á Hótel Sögu í Reykjavík og fróaði sér á meðan hann horfði á klámefni í tölvu sem var þannig staðsett að starfsmaður hótelsins, gestir og tveir lögreglumenn urðu vitni að atferli hans.

Segir í dóminum að maðurinn hafi með háttsemi sinni sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi viðstaddra.

Maðurinn játaði sem fyrr segir sök og var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×