Tónlist

Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag.
Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. Vísir/Eyþór
Friðrik Dór Jónsson, söngvari, hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Í viðtali í útvarpsþættinum Rúnari, tilkynnti hann um afmælistónleika sem fara fram núna í haust til að fagna þrjátíu ára afmæli söngvarans.

„Það er gott að spila á heimavelli,“ segir Friðrik sem ætlar að halda tónleikana í Kaplakrika þann 6. október. Aðdáendur geta tryggt sér miða í lok apríl.

Í þættinum flutti hann nýtt lag sem heitir Fyrir fáeinum sumrum. Þó svo að margir séu að heyra lagið í fyrsta sinn er það ekki nýtt. „Ég átti þetta í kistunni og ákvað að skella þessu út,” segir Friðrik sem flutti lagið í Eldhúspartýi FM 957 fyrir níu árum.

Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á nýja - en samt gamla - lagið sem byrjar á mínútu 03:57.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.