Alríkisdómstóll í Washington-borg kveður að líkindum upp fyrsta dóminn vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í dag. Hollenskur samstarfsmaður fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglu Bandaríkjanna.
Alex van der Zwaan laug um störf sín í Úkraínu með Paul Manafort og Rick Gates, fyrrverandi kosningastjórum Trump. Van der Zwaan hefur sjálfur engin tengsl við framboðið, að sögn fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Manafort og Gates eru báðir ákærðir í tengslum við rannsóknina en Gates er sagður vinna með saksóknurum.
Í gögnum málsins kemur fram að van der Zwaan og Gates hafi fundað með viðskiptafélaga sem var rússneskur fyrrverandi leyniþjónustumaður síðustu mánuðina fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.
Hámarksrefsing fyrir brot van der Zwaan, sem er tengdasonur rússnesks auðjöfurs, er fimm ára fangelsi en yfirleitt krefjast saksóknarar í mesta lagi hálfs árs fangelsisdóms.
Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, beinist að tilraunum rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump.
Fyrsti dómurinn í Rússarannsókninni væntanlegur í dag

Tengdar fréttir

Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller
Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump.

Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller
Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana.

Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn
Þingnefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 hefur samþykkt að ljúka rannsókninni og birta skýrslu um niðurstöðurnar. Demókratar gagnrýna ákvörðunina.