Vinsæll íþróttakennari en bara meðaljón þegar kemur að ræktinni Guðný Hrönn skrifar 3. apríl 2018 06:00 Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, hefur svo sannarlega slegið í gegn sem spinningkennari. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira