Þunglyndi ungmenna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur orðið tæplega nítján prósenta aukning í ávísunum þunglyndislyfja á Íslandi á árunum 2012 til 2016. Einna helst hefur aukning átt sér stað í ávísunum þunglyndislyfja til kvenna, þá sérstaklega ungra kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Við berum, sem fyrr, höfuð og herðar yfir þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við þegar notkun þessara lyfja er annars vegar. Við notum fjórðungi fleiri dagskammta á hverja eitt þúsund íbúa en sú Norðurlandaþjóð sem á eftir okkur kemur. Auðvitað er það áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í ávísun þunglyndislyfja, einkum og sér í lagi þegar horft er til unga fólksins. En þessar ávísanir eru eðlilegt viðbragð við ömurlegri stöðu í geðheilbrigðismálum. Og ljósið í myrkrinu er það að hér er stór hópur fólks sem leitað hefur sér aðstoðar við erfiðleikum sínum. Þunglyndislyf, eða geðdeyfðarlyf, virka. Virkni þeirra hefur í gegnum tíðina verið umdeild en nýlegar rannsóknir á þessari virkni renna styrkum stoðum undir það að lyfin hjálpi og bæti lífsgæði einstaklinga með þunglyndi og aðra tengda sjúkdóma. Á heimsvísu er þunglyndi helsta orsök örorku en samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar þjást um 300 milljónir manna af þunglyndi, fyrst og fremst konur, ungt fólk og aldraðir. Staða ungs fólks er sérstaklega viðkvæm og það ætti að vera algjört forgangsatriði að ná til ungmenna sem ýmist glíma við þunglyndi eða eru útsett fyrir þunglyndi út frá félagslegum þáttum og öðru. Einkenni þunglyndis eru algeng í þessum aldurshópi og eru beintengd andlegum erfiðleikum til lengri tíma sem um leið hafa neikvæð áhrif á menntun og félagslega stöðu. Það eru sterkar vísbendingar um að inngrip geti borið árangur. Þegar stór hópur 14 ára unglinga í Bretlandi sem glímdu við þunglyndi var tekinn í reglubundna geðheilbrigðisathugun var niðurstaðan eðlilega sú að stór hópur þeirra náði gríðarlegum árangri. Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 er mikið gleðiefni, en það er nauðsynlegt að efla geðrækt í skólum landsins. Rétt eins og við hvetjum börnin okkar til að leggja hart að sér í stærðfræði, íslensku og íþróttum þá verðum við að gefa þeim tækifæri til að rækta sjálfa forsenduna fyrir því að þessir hæfileikar þeirra nýtist í framtíðinni, og það er ekki hægt nema hugurinn sé ræktaður á sama tíma og allt hitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur orðið tæplega nítján prósenta aukning í ávísunum þunglyndislyfja á Íslandi á árunum 2012 til 2016. Einna helst hefur aukning átt sér stað í ávísunum þunglyndislyfja til kvenna, þá sérstaklega ungra kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Við berum, sem fyrr, höfuð og herðar yfir þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við þegar notkun þessara lyfja er annars vegar. Við notum fjórðungi fleiri dagskammta á hverja eitt þúsund íbúa en sú Norðurlandaþjóð sem á eftir okkur kemur. Auðvitað er það áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í ávísun þunglyndislyfja, einkum og sér í lagi þegar horft er til unga fólksins. En þessar ávísanir eru eðlilegt viðbragð við ömurlegri stöðu í geðheilbrigðismálum. Og ljósið í myrkrinu er það að hér er stór hópur fólks sem leitað hefur sér aðstoðar við erfiðleikum sínum. Þunglyndislyf, eða geðdeyfðarlyf, virka. Virkni þeirra hefur í gegnum tíðina verið umdeild en nýlegar rannsóknir á þessari virkni renna styrkum stoðum undir það að lyfin hjálpi og bæti lífsgæði einstaklinga með þunglyndi og aðra tengda sjúkdóma. Á heimsvísu er þunglyndi helsta orsök örorku en samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar þjást um 300 milljónir manna af þunglyndi, fyrst og fremst konur, ungt fólk og aldraðir. Staða ungs fólks er sérstaklega viðkvæm og það ætti að vera algjört forgangsatriði að ná til ungmenna sem ýmist glíma við þunglyndi eða eru útsett fyrir þunglyndi út frá félagslegum þáttum og öðru. Einkenni þunglyndis eru algeng í þessum aldurshópi og eru beintengd andlegum erfiðleikum til lengri tíma sem um leið hafa neikvæð áhrif á menntun og félagslega stöðu. Það eru sterkar vísbendingar um að inngrip geti borið árangur. Þegar stór hópur 14 ára unglinga í Bretlandi sem glímdu við þunglyndi var tekinn í reglubundna geðheilbrigðisathugun var niðurstaðan eðlilega sú að stór hópur þeirra náði gríðarlegum árangri. Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 er mikið gleðiefni, en það er nauðsynlegt að efla geðrækt í skólum landsins. Rétt eins og við hvetjum börnin okkar til að leggja hart að sér í stærðfræði, íslensku og íþróttum þá verðum við að gefa þeim tækifæri til að rækta sjálfa forsenduna fyrir því að þessir hæfileikar þeirra nýtist í framtíðinni, og það er ekki hægt nema hugurinn sé ræktaður á sama tíma og allt hitt.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun