Innlent

Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Jón Magnús Kristjánsson segir að fleiri noti lyfseðilsskyld lyf til að komast í vímu en áður.
Jón Magnús Kristjánsson segir að fleiri noti lyfseðilsskyld lyf til að komast í vímu en áður. Stöð 2
Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans segist sjá mikla breytingu síðustu tvö til þrjú ár þar sem mun meira sé um að bæði ungt fólk og eldra noti lyfseðilsskyld lyf til að komast í vímu. Um páskahelgina hafi 10 manns komið á deildina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað móteitri. 

„Við fáum mun fleiri til okkar vegna ofneyslu á lyfseðilskyldum lyfjum en áður en við fengum áður. Bara núna um helgina höfum við fengið nokkra sem lentu í öndunarstoppi í heimahúsi og hefði dáið ef ekki hefði verið fyrir viðbrögð sjúkraflutningamanna og lögreglu."

Dreifing á móteitri getur bjargað mannslífum

Hann segir mikilvægt að móteitur við þessum einkennum fari dreifðari notkun svo komast megi hjá dauðsföllum en það sem af er ári hafa um 9-10 einstaklingar látist af völdum ofneyslu vímuefna.

„Þessi lyfsseðilskyldu lyf þau valda bæði vímu en líka slævingu og leiða til þess í ofskömmtun að öndunin hættir og það er lífshættulegt ástand. Fólk er getur ekki brugðist við sjálft og því er mikilvægt að auðvelt sé að ná í móteitur til að bregðast við."



Frjálsara viðhorf gagnvart fíkniefnum

Guðrún Björg Ágústsdóttir áfengis og vímuefnaráðgjafi í Foreldrahúsi segir sína tilfinningu að fleiri ungmenni en áður séu að nota fíkniefni, viðhorf þeirra sé frjálslegra en áður og fleiri noti lyfseðilsskyld lyf. 

„Þau eru mest að reykja gras og svo höfum við tekið eftir því að meira er um neyslu á lyfseðilskyldum lyfjum eins og verkjalyf og róandi lyf sem getur verið mjög hættulegt og jafnvel valdið dauða."

Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni sem sér um leit af ungmennum undir 18 ára aldri segist einnig sjá aukningu á neyslu lyfsseðilsskyldra lyfja en lyfin virðist vera smyglað inn landsins. Undir það taka  Jón Magnús Kristjánsson og Guðrún Björg Ágústsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×