Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 18:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti mynd/Getty Images Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira