Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 18:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti mynd/Getty Images Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira