Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira