Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2018 22:15 Hálslón við Kárahnjúka. Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45