Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. apríl 2018 08:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur sagt að skipafloti hans fari til veiða að nýju í sumar. Fréttablaðið/Anton Brink Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05