Þjóðferjusiglingar til eyja við landið Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar