Bílasérfræðingur Fréttablaðsins gripinn af umferðarlögreglu Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 13:50 Finnur Orri Thorlacius segir engan leik annan hafa verið í stöðunni, hann þurfti að höggva á umferðarhnút. Finnur Orri Thorlacius, bílablaðamaður Fréttablaðsins með meiru, var gripinn glóðvolgur í morgun af umferðarlögreglunni. Og sektaður fyrir að hafa brotið lög um akstursreinar. Finnur, sem hlýtur að teljast einn helsti sérfræðingur landsins um umferðarmál, segist í samtali við Vísi, ekki hafa átt neinn kost annan í stöðunni. Hann var að höggva á umferðarhnút. Og það sem meira er, lögregluþjóninn sem greip hann, var honum hjartanlega sammála. Að sögn Finns. Lögreglan sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu fyrir stundu: „Í morgun voru 12 ökumenn kærðir fyrir að nota strætóakreinar – en þær akreinar eru bara fyrir ökutæki sem hópferðaleyfi. Þessir ökumenn mega prísa sig sæla að hafa fengið sektina nú en ekki síðar, en sektin mun hækka eftir nokkra daga í 20 þúsund krónur.“Finnur sleppur með fimm þúsund króna sekt Finnur var sem sagt einn af þeim. Hann sleppur með fimm þúsund króna sekt, 3.750 krónur ef hann borgar innan þriggja daga. Sem áður sagði, einhver má heita sérfróður í akstri og ökutækjum er það einmitt Finnur Thorlacius.Hvernig má þetta vera, að hann af öllum mönnum hafi verið gripinn af umferðarlöggunni? „Ég er með mjög einfalda skýringu á þessu. Og hún er sú að þegar ég kom yfir Kringlumýrarbraut/Miklabraut, sem eru umferðarþyngstu gatnamót landsins, þá var ég þriðji fjórði bíll að fara yfir á grænu ljósi. En, ég verð síðan stopp, vegna umferðarinnar og er fyrir umferðinni sem er að fara úr norðri til suðurs Kringlumýrarbraut,“ segir Finnur og lýsir hinni þröngu stöðu. En, þetta er skömmu fyrir klukkan níu í morgun.Löggan sammála Finni Finnur heldur áfram að lýsa aðstæðum: „Það verður til þess að ég sé mér bara einn leik á borði sem er að nota einu akreinina sem laus var og var þá búinn að sannfæra sjálfan mig um að hún væri algerlega auð fram að horninu hér í Skaftahlíð.“ Finnur segist hafa tjáð löggunni það að hann vonaðist til að sem flestir ökumenn gerðu nákvæmlega þetta sem hann gerði, þrátt fyrir að mega við það heita brotlegir við umferðarlögin.Finnur Orri er einn þekktasti bílasérfræðingur landsins en hann var meðal annars annar umsjónarmanna bílaþáttarins Á fullu gazi.„Því vandinn er sá að það er algjör tappi milli Lönguhlíðar og Kringlumýrarbrautar, frá átta til níu, jafnvel fyrr. Ég hef brotið þetta mörgum sinnum, og það er einföld skýring á því: ég verð að gera það til að liðka fyrir umferð. Auk þess sem ég er ekki að stefna neinum í hættu. Ef einhvern tíma er hægt að nota frasann nauðsyn brýtur lög þá er það í þessu tilfelli. Ég var fyrir. Aðrir ökumenn komust ekki áfram vegna mín, þó var ég einn sá fyrsti yfir ljósin. Það er allt fast.“Skotleyfi löggunnar á almenna ökumenn Almennt segir Finnur umferðarlög mörg hver ekki í neinu samræmi við nútímann og honum finnst sem verið sé að gefa út skotleyfi á ökumenn af trénuðum og hræddum pólitíkusum og embættismönnum. „Mér finnst það dapurt fyrirkomulag, getur vel verið að réttlætanlegt sé að vera með sérakreinar fyrir forgangsakstur, en þó finnst mér undarlegt að leigubílsstjórar skuli njóta einhverra fríðinda umfram almenna umferð, það skýtur skökku við, og rútur líka. Mér finnst verið að brjóta á almenningi og það þarf að finna lausn á þessum umferðarvanda sem er gríðarlega slæmur hér og þarf að finna lausn á þeim vanda sem fylgir umferð um þessi Kringlumýrarbraut/Miklubraut-umferðarljós. Þau bera þetta ekki og teppurnar eru í allar höfuðáttir.“Úrelt lög um hámarkshraða Finnur hefur stúderað akstur og ökutæki og lesið sig til um umferðarmál árum saman. Hann nefnir sem dæmi úrelt lög um hámarkshraða. Bæði vegna betra vegakerfis og betri ökutækja. Sem hann segir víða fáránleg og þannig að þau ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eiga fullan rétt á sér. Finnur segir að þegar fyrir liggi að 70 prósent ökumanna brjóti lög, til dæmis um hámarkshraða, þá sé ljóst að lögin eru ekki að þjóna tilgangi sínum. Og, þar sem hámarkshraði hafi verið aukinn þá hafi umferðarslysum fækkað. Ástæðan sé sú að þegar ökumenn eru neyddir til að aka of hægt þá missi þeir einbeitingu við aksturinn. Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Finnur Orri Thorlacius, bílablaðamaður Fréttablaðsins með meiru, var gripinn glóðvolgur í morgun af umferðarlögreglunni. Og sektaður fyrir að hafa brotið lög um akstursreinar. Finnur, sem hlýtur að teljast einn helsti sérfræðingur landsins um umferðarmál, segist í samtali við Vísi, ekki hafa átt neinn kost annan í stöðunni. Hann var að höggva á umferðarhnút. Og það sem meira er, lögregluþjóninn sem greip hann, var honum hjartanlega sammála. Að sögn Finns. Lögreglan sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu fyrir stundu: „Í morgun voru 12 ökumenn kærðir fyrir að nota strætóakreinar – en þær akreinar eru bara fyrir ökutæki sem hópferðaleyfi. Þessir ökumenn mega prísa sig sæla að hafa fengið sektina nú en ekki síðar, en sektin mun hækka eftir nokkra daga í 20 þúsund krónur.“Finnur sleppur með fimm þúsund króna sekt Finnur var sem sagt einn af þeim. Hann sleppur með fimm þúsund króna sekt, 3.750 krónur ef hann borgar innan þriggja daga. Sem áður sagði, einhver má heita sérfróður í akstri og ökutækjum er það einmitt Finnur Thorlacius.Hvernig má þetta vera, að hann af öllum mönnum hafi verið gripinn af umferðarlöggunni? „Ég er með mjög einfalda skýringu á þessu. Og hún er sú að þegar ég kom yfir Kringlumýrarbraut/Miklabraut, sem eru umferðarþyngstu gatnamót landsins, þá var ég þriðji fjórði bíll að fara yfir á grænu ljósi. En, ég verð síðan stopp, vegna umferðarinnar og er fyrir umferðinni sem er að fara úr norðri til suðurs Kringlumýrarbraut,“ segir Finnur og lýsir hinni þröngu stöðu. En, þetta er skömmu fyrir klukkan níu í morgun.Löggan sammála Finni Finnur heldur áfram að lýsa aðstæðum: „Það verður til þess að ég sé mér bara einn leik á borði sem er að nota einu akreinina sem laus var og var þá búinn að sannfæra sjálfan mig um að hún væri algerlega auð fram að horninu hér í Skaftahlíð.“ Finnur segist hafa tjáð löggunni það að hann vonaðist til að sem flestir ökumenn gerðu nákvæmlega þetta sem hann gerði, þrátt fyrir að mega við það heita brotlegir við umferðarlögin.Finnur Orri er einn þekktasti bílasérfræðingur landsins en hann var meðal annars annar umsjónarmanna bílaþáttarins Á fullu gazi.„Því vandinn er sá að það er algjör tappi milli Lönguhlíðar og Kringlumýrarbrautar, frá átta til níu, jafnvel fyrr. Ég hef brotið þetta mörgum sinnum, og það er einföld skýring á því: ég verð að gera það til að liðka fyrir umferð. Auk þess sem ég er ekki að stefna neinum í hættu. Ef einhvern tíma er hægt að nota frasann nauðsyn brýtur lög þá er það í þessu tilfelli. Ég var fyrir. Aðrir ökumenn komust ekki áfram vegna mín, þó var ég einn sá fyrsti yfir ljósin. Það er allt fast.“Skotleyfi löggunnar á almenna ökumenn Almennt segir Finnur umferðarlög mörg hver ekki í neinu samræmi við nútímann og honum finnst sem verið sé að gefa út skotleyfi á ökumenn af trénuðum og hræddum pólitíkusum og embættismönnum. „Mér finnst það dapurt fyrirkomulag, getur vel verið að réttlætanlegt sé að vera með sérakreinar fyrir forgangsakstur, en þó finnst mér undarlegt að leigubílsstjórar skuli njóta einhverra fríðinda umfram almenna umferð, það skýtur skökku við, og rútur líka. Mér finnst verið að brjóta á almenningi og það þarf að finna lausn á þessum umferðarvanda sem er gríðarlega slæmur hér og þarf að finna lausn á þeim vanda sem fylgir umferð um þessi Kringlumýrarbraut/Miklubraut-umferðarljós. Þau bera þetta ekki og teppurnar eru í allar höfuðáttir.“Úrelt lög um hámarkshraða Finnur hefur stúderað akstur og ökutæki og lesið sig til um umferðarmál árum saman. Hann nefnir sem dæmi úrelt lög um hámarkshraða. Bæði vegna betra vegakerfis og betri ökutækja. Sem hann segir víða fáránleg og þannig að þau ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eiga fullan rétt á sér. Finnur segir að þegar fyrir liggi að 70 prósent ökumanna brjóti lög, til dæmis um hámarkshraða, þá sé ljóst að lögin eru ekki að þjóna tilgangi sínum. Og, þar sem hámarkshraði hafi verið aukinn þá hafi umferðarslysum fækkað. Ástæðan sé sú að þegar ökumenn eru neyddir til að aka of hægt þá missi þeir einbeitingu við aksturinn.
Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira