Innlent

Mál Arnfríðar fer fyrir Hæstarétt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Talið var að orð ríkissaksóknara myndu auka líkurnar á því að Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfið sem nú er orðin niðurstaðan.
Talið var að orð ríkissaksóknara myndu auka líkurnar á því að Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfið sem nú er orðin niðurstaðan. Dómsmálaráðuneytið
Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars. Í málinu var karlmaður dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir ýmis umferðarlagabrot og brot á reynslulausn.

Áður en til meðferðar málsins kom í Landsrétti gerði Vilhjálmur, verjandi mannsins, þá kröfu að Arnfríður, einn þriggja dómara í málinu, viki sæti. Ástæðan væri sú að Arnfríður hefði verið ein fjögurra sem dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hún hefði ekki verið á lista þeirra fimmtán sem sérstök hæfisnefnd taldi hæfasta. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skipun ráðherra hefði verið ólögmæt.

Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu þann 22. febrúar og var niðurstaðan sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Arnfríður kvað upp úrskurðinn sjálf auk þeirra Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar. Leitaði Vilhjálmur til Hæstaréttar sem vísaði kröfunni frá.

Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu í mars óskaði Vilhjálmur eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. 
Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli umjóðbanda Vilhjálms, mælti með því fyrir hönd ríkissaksóknara að mjög mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um málið. 

 


Tengdar fréttir

Arnfríður ekki vanhæf

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×