Stjórnviskulegur búhnykkur – virkjum tengslanetið Anna Þóra Ísfold skrifar 18. apríl 2018 07:00 Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Sjá meira
Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar