Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 18:38 Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabaráttunni (f.m.). Vísir/AFP Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13