Losun 28% meiri en árið 1990 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 21:58 Alls koma 38% af losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum frá málmiðnaði. VISIR/GVA Umhverfisstofnun birti í dag niðurstöður úr skýrslu sem sýnir að kolefnislosun Íslands jókst um 28% frá árinu 1990 fram til ársins 2016. Gerð skýrslunnar er hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig með fullgildingu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem kenndur er við París. Parísarsamningurinn kveður á um að ríki þurfi að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við árið 1990. Þarf því markmiði að vera náð fyrir árið 2030. Í skýrslunni kemur fram að heildarlosun Íslands hefur aukist um rúmlega 28% frá árinu 1990. Losunin minnkaði þó um 2% milli áranna 2015 og 2016. „Það var mjög ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir aukningu frá 1990 þá erum við að sjá tveggja prósenta minnkun á milli 2015 og 2016. Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig það heldur áfram. Aðgerðir sem ráðist verður í núna skila sér seinna þannig að það er mikil áskorun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í kvöldfréttum RÚV. Þrátt fyrir að heildarlosun milli ára minnki þá jókst losun frá ákveðnum uppsprettum. Til að mynda jókst losun frá vegasamgöngum um 9%. Þá segir ennfremur í skýrslunni að stærstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi séu málmiðnaður (38%), vegasamgöngur (19,5%), fiskiskip (11%), iðragerjun jórturdýra (6,6%) og urðun úrgangs (4,6%). Innlent Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Umhverfisstofnun birti í dag niðurstöður úr skýrslu sem sýnir að kolefnislosun Íslands jókst um 28% frá árinu 1990 fram til ársins 2016. Gerð skýrslunnar er hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig með fullgildingu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem kenndur er við París. Parísarsamningurinn kveður á um að ríki þurfi að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við árið 1990. Þarf því markmiði að vera náð fyrir árið 2030. Í skýrslunni kemur fram að heildarlosun Íslands hefur aukist um rúmlega 28% frá árinu 1990. Losunin minnkaði þó um 2% milli áranna 2015 og 2016. „Það var mjög ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir aukningu frá 1990 þá erum við að sjá tveggja prósenta minnkun á milli 2015 og 2016. Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig það heldur áfram. Aðgerðir sem ráðist verður í núna skila sér seinna þannig að það er mikil áskorun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í kvöldfréttum RÚV. Þrátt fyrir að heildarlosun milli ára minnki þá jókst losun frá ákveðnum uppsprettum. Til að mynda jókst losun frá vegasamgöngum um 9%. Þá segir ennfremur í skýrslunni að stærstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi séu málmiðnaður (38%), vegasamgöngur (19,5%), fiskiskip (11%), iðragerjun jórturdýra (6,6%) og urðun úrgangs (4,6%).
Innlent Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00