Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 17. apríl 2018 10:00 Sindri Snær Magnússon er lykilmaður í liði ÍBV. Vísir/Andri Marinó Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir ÍBV 11. sæti deildarinnar í sumar og þar með falli niður í Inkasso-deildina. ÍBV hefur verið í fallbaráttu undanfarin fjögur ár en alltaf sloppið á endanum. Liðið hefur ekki endað ofar en níunda sæti síðan 2013 þegar að það hafnaði í sjötta sæti. Ef marka má spá íþróttadeildar er komið að því hjá ÍBV eftir að hafa daðrað við fallið undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu allt tímabilið vann ÍBV bikarinn eftir sigur á FH í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Eyjamenn eru því í Evrópu í ár sem gæti bæði gert tímabilið skemmtilegra í Eyjum og aukið álagið á annars mikið breytt lið. ÍBV hefur vanalega alltaf gengið vel árið eftir að verða bikarmeistari ef litið er á hlutina í sögulegu samhengi en síðast þegar að það varð bikarmeistari varð það Íslandsmeistari árið eftir. Þjálfari ÍBV er Kristján Guðmundsson en hann er fyrsti þjálfarinn sem endist meira en heila leiktíð í Vestmannaeyjum síðan að Heimir Hallgrímsson þakkaði fyrir sig árið 2012. Kristján er að reyna að byggja upp lið í Eyjum en það hefur gengið upp og ofan enda mikið um mannabreytingar í vetur. Bikarmeistaratitill á fyrsta tímabili var þó glæsilegur árangur en Kristján er einn sá færasti í deildinni.Svona munum við eftir ÍBVÞrátt fyrir fallbaráttu er það sem stendur upp úr hjá Eyjamönnum á síðustu leiktíð þessi ótrúlegi bikarmeistaratitill. Það bjóst enginn við öðru en að FH myndi bjarga tímabilinu sínu með sigri á einu slakasta liði Pepsi-deildarinnar á Laugardalsvelli en Kristján Guðmunsson og hans menn komu, sáu og sigruðu. Það er spennandi að taka þátt í Evrópukeppni og slík verkefni geta þjappað liðum saman og gefið þeim mikið. Góður árangur í Evrópu, nú eða slæmur, getur einnig haft vond áhrif á lið og mögulega má ÍBV ekkert við frekari truflun í sumar ef það ætlar að róa enn einn lífróðurinn. Liðið og lykilmenngrafík/gvendurÍBV hefur varla náð að stilla upp sínu sterkasta liði í allan vetur og er því mesta spurningamerkið fyrir mótið eins og áður hefur gerst. Kristján Guðmundsson virðist ætla að gefa ungum mönnum traust. Inn um óreyndari menn eru nokkrir reynsluboltar og öflugur markaskorari sem þarf að sýna virkilega hvað í honum býr í sumar.Þrír sem ÍBV treystir á:Derby Carillo: El Salvadorinn í markinu getur gert risastór mistök sem kostað mörk. Hann er svona annað hvort í ökkla eða eyra því að þegar hann er með kveikt á öllum er hann einn besti markvörður deildarinnar. Hann getur gjörsamlega lokað markinu eins og sést hefur en á undirbúningstímabilinu hefur Halldór Páll Geirsson mikið fengið að spila. Það virðist sem svo að traust Kristjáns í garð Derby sé ekkert alltof mikið en Derby er Eyjamönnum mikilvægur þegar að hann er upp á sitt besta.Sindri Snær Magnússon: Óþreytandi baráttuhundur á miðjunni sem ber nú fyrirliðabandið og virðist sniðinn fyrir þetta lið. Þessi harðskeytti miðjumaður dúkkar líka alltaf upp með nokkur mörk á hverri leiktíð og er ákveðið afl inn á miðjunni sem drífur Eyjaliðið áfram.Shahab Zahedi: Íraninn skoraði fjögur mörk í níu leikjum eftir að hann gekk í raðir ÍBV um mitt síðasta sumar og átti stóran þátt í því að liðið hélt sér í deildinni. Hann hefur verið öflugur á undirbúningstímabilinu en Shahab er virkilega fljótur og frábær að klára færin sín. Hann er leikmaður sem aðrir hata að spila á móti sem er bara fínt fyrir Eyjamenn. Markaðurinn grafík/gvendurEin af stóru ástæðunum fyrir því að fáir hafa trú á að ÍBV geri neitt meira í deildinni í sumar en að reyna að bjarga sér frá falli fimmta árið í röð eru þessar rosalegu leikmannabreytingar. Ekki eru bara margir farnir heldur eru stórir póstar og lykilmenn horfnir á braut. Fimm algjörir byrjunarliðsmenn eru farnir, þar af fjórir af fimm úr fimm manna varnarlínu auk Pablo Punyed sem var erfiður biti að kyngja fyrir þá hvítklæddu. Ensku miðverðirnir tveir sem spiluðu svo vel eru farnir og aukaleikarar sem skoruðu nokkur mikilvæg mörk. Kristján fékk á móti tvo unga og óreynda Stjörnumenn sem eiga alveg eftir að sanna sig í efstu deild og vonast svo til að fá nokkra rétta í útlendingalottóinu.Markaðseinkunn: DHvað segir sérfræðingurinn?„Eyjamenn eru eins og oft áður stórt spurningamerki. Það verður erfitt fyrir þá að fylgja eftir tímabilinu í fyrra þar sem að þeir urðu bikarmeistarar,“ segir Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna, um ÍBV. „Væntingarnar hljóta að vera meiri núna en eins og maður sér þetta núna utan frá finnst mér vanta töluvert mikið upp á til þess að þeir nái að fara eitthvað mikið ofar en í harða botn baráttu.“ „Eyjaliðið í dag er bara fallbaráttulið í dag, því miður fyrir þá,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um ÍBV er ... að liðið er vant því að fá leikmenn seint inn og þar á bæ kippa sér lítið upp við það að vera ekki búnir að stilla upp sínu sterkasta liði fyrr en nánast í fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Kristján Guðmundsson er mikill hugsuður og getur útpælt nánast hvaða þjálfara í deildinni sem er og stillt upp í óvænta sigra. Liðið er með nokkra markaskorara sem gæti reynst dýrmætt eins og á síðustu leiktíð. Reynslan af fallbaráttu er líka orðin mikil og væntanlega aðeins of mikil fyrir flesta sem hafa verið þarna í nokkur ár.Spurningamerkin eru ... hvort Kristján viti hreinlega hvert sitt sterkasta lið er núna þegar að innan við tvær vikur eru í Íslandsmótið. Hvað gera þessir nýju erlendu leikmenn? Er hægt að treysta á útlendingalottóið enn eina ferðina og hvernig koma þessir ungu menn úr Garðabæ til leiks. Það má lítið út af bregða þannig að næstum því fall breytist hreinlega í fall, sérstaklega þar sem baráttan virðist ætla að vera meiri á botninum í ár.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Evrópu-Eyjamenn verða í fínum málum. Þrátt fyrir að nokkrir spaðar hafi siglt með dallinum burt og ekki komið aftur er ekkert talað um að hinn helmingurinn af byrjunarliðinu verður áfram. Það er alltaf hægt að finna einhverja varnarmenn en þú týnir ekki sóknarmenn eins og Kaj Leó, Shahab og Gunnar Heiðar af trjánum. Gunnar skoraði tíu mörk í deildinni í fyrra og var víst með í æfingaleik um daginn. Hann dettur óvænt inn í þetta í fyrsta leik en hann og Shahab eru eitt besta sóknarpar deildarinnar. Ég veit alveg að svona leikmannabreytingar eru ekki hollar og við verðum líklega fyrir neðan miðja deild en fallbarátta kemur ekki til greina og svo vinnum við bikarinn aftur.Siggi: Horfðu aftur á komnir/farnir-skiltið, Binni! Þetta er náttúrlega bara vitleysa. Það er alltaf verið að tala um að halda einhverjum stöðugleika í leikmannamálum en svo þarf alltaf að leigja stærri bát en Herjólf á haustin til að ferja alla þessa malbikspilta aftur heim. Óþolandi dæmi, maður! Varnarlínan er nánast alveg farin og það þarf því að byggja hana upp á nýtt. Þó svo að Shahab geti skorað er hann líka mikið fyrir að dýfa sér og vera leiðinlegur þannig hann gæti misst af einhverjum leikjum vegna leikbanna og svo veit maður aldrei hvenær lappirnar hreinlega detta af greyið Gunnari Heiðari. Það má ekkert út af bregða hjá okkur í sumar. EKKERT. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir ÍBV 11. sæti deildarinnar í sumar og þar með falli niður í Inkasso-deildina. ÍBV hefur verið í fallbaráttu undanfarin fjögur ár en alltaf sloppið á endanum. Liðið hefur ekki endað ofar en níunda sæti síðan 2013 þegar að það hafnaði í sjötta sæti. Ef marka má spá íþróttadeildar er komið að því hjá ÍBV eftir að hafa daðrað við fallið undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu allt tímabilið vann ÍBV bikarinn eftir sigur á FH í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Eyjamenn eru því í Evrópu í ár sem gæti bæði gert tímabilið skemmtilegra í Eyjum og aukið álagið á annars mikið breytt lið. ÍBV hefur vanalega alltaf gengið vel árið eftir að verða bikarmeistari ef litið er á hlutina í sögulegu samhengi en síðast þegar að það varð bikarmeistari varð það Íslandsmeistari árið eftir. Þjálfari ÍBV er Kristján Guðmundsson en hann er fyrsti þjálfarinn sem endist meira en heila leiktíð í Vestmannaeyjum síðan að Heimir Hallgrímsson þakkaði fyrir sig árið 2012. Kristján er að reyna að byggja upp lið í Eyjum en það hefur gengið upp og ofan enda mikið um mannabreytingar í vetur. Bikarmeistaratitill á fyrsta tímabili var þó glæsilegur árangur en Kristján er einn sá færasti í deildinni.Svona munum við eftir ÍBVÞrátt fyrir fallbaráttu er það sem stendur upp úr hjá Eyjamönnum á síðustu leiktíð þessi ótrúlegi bikarmeistaratitill. Það bjóst enginn við öðru en að FH myndi bjarga tímabilinu sínu með sigri á einu slakasta liði Pepsi-deildarinnar á Laugardalsvelli en Kristján Guðmunsson og hans menn komu, sáu og sigruðu. Það er spennandi að taka þátt í Evrópukeppni og slík verkefni geta þjappað liðum saman og gefið þeim mikið. Góður árangur í Evrópu, nú eða slæmur, getur einnig haft vond áhrif á lið og mögulega má ÍBV ekkert við frekari truflun í sumar ef það ætlar að róa enn einn lífróðurinn. Liðið og lykilmenngrafík/gvendurÍBV hefur varla náð að stilla upp sínu sterkasta liði í allan vetur og er því mesta spurningamerkið fyrir mótið eins og áður hefur gerst. Kristján Guðmundsson virðist ætla að gefa ungum mönnum traust. Inn um óreyndari menn eru nokkrir reynsluboltar og öflugur markaskorari sem þarf að sýna virkilega hvað í honum býr í sumar.Þrír sem ÍBV treystir á:Derby Carillo: El Salvadorinn í markinu getur gert risastór mistök sem kostað mörk. Hann er svona annað hvort í ökkla eða eyra því að þegar hann er með kveikt á öllum er hann einn besti markvörður deildarinnar. Hann getur gjörsamlega lokað markinu eins og sést hefur en á undirbúningstímabilinu hefur Halldór Páll Geirsson mikið fengið að spila. Það virðist sem svo að traust Kristjáns í garð Derby sé ekkert alltof mikið en Derby er Eyjamönnum mikilvægur þegar að hann er upp á sitt besta.Sindri Snær Magnússon: Óþreytandi baráttuhundur á miðjunni sem ber nú fyrirliðabandið og virðist sniðinn fyrir þetta lið. Þessi harðskeytti miðjumaður dúkkar líka alltaf upp með nokkur mörk á hverri leiktíð og er ákveðið afl inn á miðjunni sem drífur Eyjaliðið áfram.Shahab Zahedi: Íraninn skoraði fjögur mörk í níu leikjum eftir að hann gekk í raðir ÍBV um mitt síðasta sumar og átti stóran þátt í því að liðið hélt sér í deildinni. Hann hefur verið öflugur á undirbúningstímabilinu en Shahab er virkilega fljótur og frábær að klára færin sín. Hann er leikmaður sem aðrir hata að spila á móti sem er bara fínt fyrir Eyjamenn. Markaðurinn grafík/gvendurEin af stóru ástæðunum fyrir því að fáir hafa trú á að ÍBV geri neitt meira í deildinni í sumar en að reyna að bjarga sér frá falli fimmta árið í röð eru þessar rosalegu leikmannabreytingar. Ekki eru bara margir farnir heldur eru stórir póstar og lykilmenn horfnir á braut. Fimm algjörir byrjunarliðsmenn eru farnir, þar af fjórir af fimm úr fimm manna varnarlínu auk Pablo Punyed sem var erfiður biti að kyngja fyrir þá hvítklæddu. Ensku miðverðirnir tveir sem spiluðu svo vel eru farnir og aukaleikarar sem skoruðu nokkur mikilvæg mörk. Kristján fékk á móti tvo unga og óreynda Stjörnumenn sem eiga alveg eftir að sanna sig í efstu deild og vonast svo til að fá nokkra rétta í útlendingalottóinu.Markaðseinkunn: DHvað segir sérfræðingurinn?„Eyjamenn eru eins og oft áður stórt spurningamerki. Það verður erfitt fyrir þá að fylgja eftir tímabilinu í fyrra þar sem að þeir urðu bikarmeistarar,“ segir Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna, um ÍBV. „Væntingarnar hljóta að vera meiri núna en eins og maður sér þetta núna utan frá finnst mér vanta töluvert mikið upp á til þess að þeir nái að fara eitthvað mikið ofar en í harða botn baráttu.“ „Eyjaliðið í dag er bara fallbaráttulið í dag, því miður fyrir þá,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um ÍBV er ... að liðið er vant því að fá leikmenn seint inn og þar á bæ kippa sér lítið upp við það að vera ekki búnir að stilla upp sínu sterkasta liði fyrr en nánast í fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Kristján Guðmundsson er mikill hugsuður og getur útpælt nánast hvaða þjálfara í deildinni sem er og stillt upp í óvænta sigra. Liðið er með nokkra markaskorara sem gæti reynst dýrmætt eins og á síðustu leiktíð. Reynslan af fallbaráttu er líka orðin mikil og væntanlega aðeins of mikil fyrir flesta sem hafa verið þarna í nokkur ár.Spurningamerkin eru ... hvort Kristján viti hreinlega hvert sitt sterkasta lið er núna þegar að innan við tvær vikur eru í Íslandsmótið. Hvað gera þessir nýju erlendu leikmenn? Er hægt að treysta á útlendingalottóið enn eina ferðina og hvernig koma þessir ungu menn úr Garðabæ til leiks. Það má lítið út af bregða þannig að næstum því fall breytist hreinlega í fall, sérstaklega þar sem baráttan virðist ætla að vera meiri á botninum í ár.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Evrópu-Eyjamenn verða í fínum málum. Þrátt fyrir að nokkrir spaðar hafi siglt með dallinum burt og ekki komið aftur er ekkert talað um að hinn helmingurinn af byrjunarliðinu verður áfram. Það er alltaf hægt að finna einhverja varnarmenn en þú týnir ekki sóknarmenn eins og Kaj Leó, Shahab og Gunnar Heiðar af trjánum. Gunnar skoraði tíu mörk í deildinni í fyrra og var víst með í æfingaleik um daginn. Hann dettur óvænt inn í þetta í fyrsta leik en hann og Shahab eru eitt besta sóknarpar deildarinnar. Ég veit alveg að svona leikmannabreytingar eru ekki hollar og við verðum líklega fyrir neðan miðja deild en fallbarátta kemur ekki til greina og svo vinnum við bikarinn aftur.Siggi: Horfðu aftur á komnir/farnir-skiltið, Binni! Þetta er náttúrlega bara vitleysa. Það er alltaf verið að tala um að halda einhverjum stöðugleika í leikmannamálum en svo þarf alltaf að leigja stærri bát en Herjólf á haustin til að ferja alla þessa malbikspilta aftur heim. Óþolandi dæmi, maður! Varnarlínan er nánast alveg farin og það þarf því að byggja hana upp á nýtt. Þó svo að Shahab geti skorað er hann líka mikið fyrir að dýfa sér og vera leiðinlegur þannig hann gæti misst af einhverjum leikjum vegna leikbanna og svo veit maður aldrei hvenær lappirnar hreinlega detta af greyið Gunnari Heiðari. Það má ekkert út af bregða hjá okkur í sumar. EKKERT.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00