Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 13:15 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, var mætt á fund samninganefndanna um klukkan 13 í dag. Hún segir ljósmæður ekki ætla að slaka á kröfum sínum. vísir/vilhelm Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03