Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. apríl 2018 11:49 Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Í dag var tilkynnt að kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið valin til að keppa á Critic‘s Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fer fram í næsta mánuði. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands kemur fram að myndin segi frá kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. „Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi íslands… Þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?“ Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Myndin er spennutryllir og verður frumsýnd hér á landi í október á þessu ári.Aðeins sjö kvikmyndir valdar Myndin Kona fer í stríð er íslensk/frönsk/úkraínsk samframleiðsla samkvæmt frétt á vefnum Klapptré. Hún er framleidd af Marianne Slot, Benedikt Erlingssyni og Carine Leblanc og meðframleidd af Serge Lavrenyuk, Bergsteini Björgúlfssyni og Birgittu Björnsdóttur. Bergsteinn Björgúlfsson sér um stjórn kvikmyndatöku, Davíð Alexander Corno klippir myndina og Davíð Þór Jónsson semur tónlist myndarinnar. Sjö kvikmyndir og sjö stuttmyndir eru valdar til sýningar á Critic’s Week. Keppt er um The Critics’ Week Grand Prix, SACD verðlaunin fyrir besta handrit, ACID dreifingarverðlaunin, og France 4 Visionary Award (Prix Revelation), auk þess sem myndirnar koma einnig til greina vegna Caméra d’Or verðlaunanna, samkvæmt Klapptré. Kona fer í stríð er áttunda kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem valin er til sýninga á Cannes hátíðinni og önnur kvikmyndin sem sýnd er á Critic’s Week. Þær myndir eftir íslenska leikstjóra sem hafa verið sýndar á Cannes eru Hrútar, Eldfjall, Voksne Mennesker, Stormviðri, Sódóma Reykjavík, Ingaló og Atómstöðin. Vargur, Artic og Bergmál einnig á Cannes í ár Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Artic var öll tekin upp hér á landi með íslensku tökuliði en hún er meðframleidd af íslenska framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Myndin verður sýnd á miðnætursýningum hátíðarinnar, í flokknum Official selection 2018 Midnight section. Tengdar fréttir Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Í dag var tilkynnt að kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið valin til að keppa á Critic‘s Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fer fram í næsta mánuði. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands kemur fram að myndin segi frá kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. „Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi íslands… Þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?“ Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Myndin er spennutryllir og verður frumsýnd hér á landi í október á þessu ári.Aðeins sjö kvikmyndir valdar Myndin Kona fer í stríð er íslensk/frönsk/úkraínsk samframleiðsla samkvæmt frétt á vefnum Klapptré. Hún er framleidd af Marianne Slot, Benedikt Erlingssyni og Carine Leblanc og meðframleidd af Serge Lavrenyuk, Bergsteini Björgúlfssyni og Birgittu Björnsdóttur. Bergsteinn Björgúlfsson sér um stjórn kvikmyndatöku, Davíð Alexander Corno klippir myndina og Davíð Þór Jónsson semur tónlist myndarinnar. Sjö kvikmyndir og sjö stuttmyndir eru valdar til sýningar á Critic’s Week. Keppt er um The Critics’ Week Grand Prix, SACD verðlaunin fyrir besta handrit, ACID dreifingarverðlaunin, og France 4 Visionary Award (Prix Revelation), auk þess sem myndirnar koma einnig til greina vegna Caméra d’Or verðlaunanna, samkvæmt Klapptré. Kona fer í stríð er áttunda kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem valin er til sýninga á Cannes hátíðinni og önnur kvikmyndin sem sýnd er á Critic’s Week. Þær myndir eftir íslenska leikstjóra sem hafa verið sýndar á Cannes eru Hrútar, Eldfjall, Voksne Mennesker, Stormviðri, Sódóma Reykjavík, Ingaló og Atómstöðin. Vargur, Artic og Bergmál einnig á Cannes í ár Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Artic var öll tekin upp hér á landi með íslensku tökuliði en hún er meðframleidd af íslenska framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Myndin verður sýnd á miðnætursýningum hátíðarinnar, í flokknum Official selection 2018 Midnight section.
Tengdar fréttir Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein