Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 10:28 Samkvæmt tölum yfir brottfarir erlendra farþega frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2017 varð 24,2 prósent aukning frá árinu á undan. Vísir/Stefán Svo gæti farið að fjöldi ferðamanna sem heimsækja Íslands árið 2018 verði sambærilegur fjölda ferðamanna sem kom hingað til lands árið 2016, ef marka má rannsókn íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine. Fjöldi ferðamanna fari því minnkandi í takt við dvínandi áhuga þeirra á Íslandi, samkvæmt gögnum úr Google-leitarvélinni.Geta gögn úr leitarvélum spáð fyrir um ferðamannastraum? Þór Matthíasson, auglýsingastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine, birti gagnagreiningu á heimasíðu fyrirtækisins þann 13. apríl síðastliðinn. Í greiningu Þórs var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands en áhugi á tilteknu fyrirbæri er oft mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. Þannig var lagt upp með að svara því hvort áhugi ferðamanna á Íslandi fari dvínandi og hvort að fækkun verði á ferðamönnum á Íslandi árið 2018 vegna þess. Einblínt á frasann „flug til Íslands“ Áður en ferðamaður ákveður að koma til Íslands vinnur hann nefnilega ákveðna rannsóknarvinnu í gegnum leitarvélar eins og Google og Bing. Viðkomandi kynnir sér atriði á borð við veður á Íslandi, dagsferðir sem eru í boði og kennileiti sem vert er að skoða.Sjá einnig: Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Í greiningu Þórs var einblínt á frasann „flug til Íslands“ en hann þykir koma áhuga fólks á að ferðast hingað til lands einna best til skila. Þá var einnig miðað við að þegar áhugi á ferðum til Íslands er skoðaður þarf að hafa í huga að farið er í ferðalagið sjálft nokkrum mánuðum eftir leitina. Þannig má sjá á gröfum sem fylgja greiningu Þórs að flestar leitir að frasanum „flugi til Íslands“ eru gerðar í janúar - en flestir ferðamenn koma til Íslands í ágúst.Áhugi ferðamanna á ferðum hingað til lands var mældur með tíðni leita erlendis frá að flugi til Íslands.Mynd/The EngineÞegar gröf yfir þessa þætti eru lögð saman má sjá ákveðna þróun en samkvæmt grafinu hér að ofan virðist áhugi á Íslandi og rauntölur yfir ferðamenn fylgjast að, þ.e. leit að flugum til Íslands skilar sér í ferðamönnum eftir tiltekinn tíma.Ferðamannaárið 2018 gæti orðið svipað og 2016 Niðurstaða rannsóknarinnar er því sú að áhugi á að ferðast til Íslands, sem mældur er með leit að hugtakinu „flug til Íslands“, hefur sterka fylgni við eiginlegan ferðamannastraum til Íslands. Þá lítur enn fremur út fyrir, samkvæmt áðurtöldum gögnum, að ferðamannafjöldi árið 2018 geti orðið svipaður og árið 2016. Þór segir þó að taka verði niðurstöðunum með nokkrum fyrirvara, um sé að ræða getgátur á þessu stigi málsins og þannig gerir rannsóknin ekki ráð fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands en þeir nota Google-leitarvélina lítið. Þá er einnig horft á „eitt stórt meðaltal“ og ferðamenn fylgja ekki allir áðurnefndu mynstri, Bretar eru t.d. stór hluti af þeim sem leita að flugi til Íslands í janúar en koma flestir til Íslands í febrúar. Ferðamennska á Íslandi Google Tengdar fréttir Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. 8. apríl 2018 22:34 Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Samtals fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um 24 prósent milli ára, en árið á undan því var fjölgunin 40 prósent. 16. janúar 2018 12:34 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Svo gæti farið að fjöldi ferðamanna sem heimsækja Íslands árið 2018 verði sambærilegur fjölda ferðamanna sem kom hingað til lands árið 2016, ef marka má rannsókn íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine. Fjöldi ferðamanna fari því minnkandi í takt við dvínandi áhuga þeirra á Íslandi, samkvæmt gögnum úr Google-leitarvélinni.Geta gögn úr leitarvélum spáð fyrir um ferðamannastraum? Þór Matthíasson, auglýsingastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine, birti gagnagreiningu á heimasíðu fyrirtækisins þann 13. apríl síðastliðinn. Í greiningu Þórs var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands en áhugi á tilteknu fyrirbæri er oft mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. Þannig var lagt upp með að svara því hvort áhugi ferðamanna á Íslandi fari dvínandi og hvort að fækkun verði á ferðamönnum á Íslandi árið 2018 vegna þess. Einblínt á frasann „flug til Íslands“ Áður en ferðamaður ákveður að koma til Íslands vinnur hann nefnilega ákveðna rannsóknarvinnu í gegnum leitarvélar eins og Google og Bing. Viðkomandi kynnir sér atriði á borð við veður á Íslandi, dagsferðir sem eru í boði og kennileiti sem vert er að skoða.Sjá einnig: Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Í greiningu Þórs var einblínt á frasann „flug til Íslands“ en hann þykir koma áhuga fólks á að ferðast hingað til lands einna best til skila. Þá var einnig miðað við að þegar áhugi á ferðum til Íslands er skoðaður þarf að hafa í huga að farið er í ferðalagið sjálft nokkrum mánuðum eftir leitina. Þannig má sjá á gröfum sem fylgja greiningu Þórs að flestar leitir að frasanum „flugi til Íslands“ eru gerðar í janúar - en flestir ferðamenn koma til Íslands í ágúst.Áhugi ferðamanna á ferðum hingað til lands var mældur með tíðni leita erlendis frá að flugi til Íslands.Mynd/The EngineÞegar gröf yfir þessa þætti eru lögð saman má sjá ákveðna þróun en samkvæmt grafinu hér að ofan virðist áhugi á Íslandi og rauntölur yfir ferðamenn fylgjast að, þ.e. leit að flugum til Íslands skilar sér í ferðamönnum eftir tiltekinn tíma.Ferðamannaárið 2018 gæti orðið svipað og 2016 Niðurstaða rannsóknarinnar er því sú að áhugi á að ferðast til Íslands, sem mældur er með leit að hugtakinu „flug til Íslands“, hefur sterka fylgni við eiginlegan ferðamannastraum til Íslands. Þá lítur enn fremur út fyrir, samkvæmt áðurtöldum gögnum, að ferðamannafjöldi árið 2018 geti orðið svipaður og árið 2016. Þór segir þó að taka verði niðurstöðunum með nokkrum fyrirvara, um sé að ræða getgátur á þessu stigi málsins og þannig gerir rannsóknin ekki ráð fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands en þeir nota Google-leitarvélina lítið. Þá er einnig horft á „eitt stórt meðaltal“ og ferðamenn fylgja ekki allir áðurnefndu mynstri, Bretar eru t.d. stór hluti af þeim sem leita að flugi til Íslands í janúar en koma flestir til Íslands í febrúar.
Ferðamennska á Íslandi Google Tengdar fréttir Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. 8. apríl 2018 22:34 Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Samtals fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um 24 prósent milli ára, en árið á undan því var fjölgunin 40 prósent. 16. janúar 2018 12:34 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. 8. apríl 2018 22:34
Hægðist mjög á fjölgun ferðamanna Samtals fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um 24 prósent milli ára, en árið á undan því var fjölgunin 40 prósent. 16. janúar 2018 12:34
Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38