Nýtt 72 herbergja hótel kom með skipi til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2018 22:35 Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira