Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. apríl 2018 19:56 Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. vísir/afp Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega. Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega.
Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21