Dustin Poirier kláraði Justin Gaethje í bardaga ársins Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2018 03:45 Poirier klárar bardagann í nótt. Vísir/Getty Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins. MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins.
MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00