Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego 13. apríl 2018 23:30 Sigurjón og Birgir Örn. Snorri Björns. Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér. MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér.
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira